Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 93
Æ v i n t ý r i L í s u í U n d r a l a n d i 15 0 á r a TMM 2013 · 1 93 við vitum að hann hefur auðgað bernsku margra ungra meyja. Um það hafa þær sjálfar borið vitni í viðtölum og eigin bókum. Dodgson umgekkst telpurnar með virðingu, hlustaði á þær, sagði þeim ævintýri, teiknaði, skrifaði þeim bréf (mörg þeirra hafa varðveist), spilaði við þær (samkvæmt eigin reglum) og kenndi þeim stærðfræði ánþess þær tækju eftir því. Ekkert bendir til að hann hafi á nokkurn hátt umgengist ungar vinkonur sínar með ótilhlýðilegum hætti. Til dauðadags bjó Dodgson í Christ Church og lést árið 1898 úr inflúensu 68 ára gamall. Eftirminnilegur dagur Föstudagurinn 4. júlí 1862 var hlýr og sólríkur í Oxford. Meðfram ánni Isis gufaði úrhellisrigning gærdags ins uppúr grasinu. Regnskömmin hafði frestað bátsferðinni um dag. Annars voru fimmtudagar miklu betri, því þá var leyft að hafa með sér nesti til að snæða á landareigninni Nuneham neðar við ána. Við Folly Bridge stóð Dodgson í ljósum flónelsfötum með stráhatt á höfði og var að velja af meðfæddri nákvæmni milli bátanna sem falir voru. Hann var feiminn og hlédrægur. Einsog sjö systur hans og þrír bræður stamaði hann. Aukþess var hann örvhentur, en hafði verið þvingaður til að skrifa með hægri hendi. Hinn maðurinn við bátana var Robinson Duckworth, jafnaldra félagi Dodgsons. Hann hélt á nestiskörfunni, sem hafði að geyma kjúkling, salat, gómsætar kökur og að sjálfsögðu te. Í hópnum voru einnig þrjár ungar dætur Liddells rektors: Lorina 13 ára, Alice 10 ára og Edith 8 ára. Allar voru þær klæddar áþekkum hvítum kjólum. Harry bróðir þeirra var ekki með þann daginn og ekki heldur neitt af syst- kinum Dodgsons. Stúlkunum þótti skemmtilegra að hafa hinn léttlynda Duckworth í hópnum. – Gott að Harry er ekki með, sagði Lorina. Því þá verður ekkert argaþras. Sennilega var Dodgson sama sinnis. Í rauninni hafði hann engan áhuga á ungum drengjum né heldur fullorðnu fólki, ef útí það var farið. En í hópi ungmeyja var hann í essinu sínu, ánægður og afslappaður. Og af öllum krökkum í vinahópnum var Alice draumadísin, fallegasta barn sem hann hafði augum leitt, hnarreist og skörp. Bara verst að hún átti eftir að vaxa úr grasi og verða smámsaman fullorðin … Telpurnar hoppuðu niðrí bátinn. Dodgson hafði kennt þeim að róa létt og leikandi ánþess að sletta, en í dag lögðust þeir Duckworth einnig undir árar. Aukþess var ætlunin að róa góðan spöl uppeftir ánni. Alice var falið það göfuga verkefni að sjá um stýrið. Charles Lutwidge Dodgson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.