Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 96
S i g u r ð u r A . M a g n ú s s o n 96 TMM 2013 · 1 Fræðimenn hafa skrifað feiknin öll af bókum um Dodgson/Carroll. Lewis Carroll Societies eru starfandi í Lundúnum, Dares- bury (fæðingarbæ Carrolls), Bandaríkjunum og Ástralíu, að ekki sé minnst á Alice Society í Oxford. Bókin um Alice seldist í gríðar- stórum upplögum og var þýdd á fjölda tungu- mála, meðal annars margþýdd á íslensku, til dæmis af Þórarni Eldjárn (Mál og menning 1996). Fyrsta íslenska þýðingin mun hafa komið út 1937, en þýðanda ógetið. Árið 1954 kom út þýðing Halldórs G. Ólafssonar. Tveimur árum síðar birtist nafnlaus þýðing í Sigildum sögum. Síðan liðu 30 ár þartil þýðing Ing- unnar E. Thorarensen birtist 1984. Ýmsir hafa velt fyrir sér, hvort Dodgson hafi haft varhugaverðan áhuga á smámeyjum. Sennilega voru kynhvatir hans ekki fyllilega eðlilegar. Vera má að hann hafi orðið ástfanginn af vinstúlkum sínum. Kannski ól hann ómeðvitað í brjósti óskir um að vera lítil stúlka. Og vafalaust leyndist með honum ófullburða ósk um að verða aldrei fullorðinn. Kannski var það skýringin á að hann gat samið ævintýrið um Alice. En sér- fræðingar eru samdóma um að hann hafi aldrei beitt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Samt er eitt dularfullt atvik sem aldrei hefur fengist viðhlítandi skýring á og átti sér stað sumarið eftir hina sögufrægu skemmtisiglingu, þegar Dodgson kom einsog venjulega og stakk uppá nýrri siglingu. Þá sagði móðir telpnanna þvert nei. Sá tiltekni dagur er horfinn úr dagbók Dodgsons. Ein- hver (kannski ættingi eftir fráfall hans 1898) hefur klippt blað úr dagbókinni og reynt að breyta texta næstu blaðsíðu, svo breytingin sæist ekki. Frá þeim degi koma hvorki Alice né systur hennar fyrir í dagbókinni mánuðum saman. Frú Liddell fargaði sömuleiðis öllum bréfum sem Alice fékk frá Dodgson. Hvað hafði komið fyrir? Um það eru ýmsar kenningar. Til dæmis sú að frú Liddell, sem sögð var snobbuð, hafi móðgast útaf einhverjum álitshnekki sem hún taldi sig verða fyrir. Önnur kenning er sú að Dodgson hafi dirfst að biðja um hönd dótturinnar, þegar hún hefði aldur til (sem var ekki ótítt á þeim árum), og fengið afsvar. Sannleikann í því máli fáum við seint eða aldrei að vita. Alice Liddell – Lísa í Undra- landi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.