Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 98
S t e i n u n n H e l g a d ó t t i r 98 TMM 2013 · 1 sem smýgur hljóðlaust og lymskulega um dularfull djúpin í gamla gula baðkarinu. Það glyttir í hvassar tennurnar og vatnið frussast upp á brúnu flísarnar þegar skepnan stekkur upp og bítur mig, varnarlausa konuna. Ég klæði Lúkas í Batmannáttfötin sem urðu samferða rauðum vettlingi í þvottavélinni, greiði blautt hárið herralega til hliðar og leggst að lokum við hliðina á honum. Mjúk hönd strýkur á mér handlegginn og við förum í ferðalag með Trítli, syni Alfinns álfakóngs. Eftir skamma stund sofnum við bæði og ég hrekk upp, úfin og rugluð, þegar síminn hringir. Sjónvarpið er enn í gangi frammi í stofunni svo það er greinilega ekki komin nótt. Kunnuglegur kvíðinn laumar sér strax undir bringspalirnar þó oftast boði þessar kvöldhringingar ekki annað en lyfja- fyrirspurn frá hjúkkunni sem er á vakt á elliheimilinu. – Æ, bara ekki slys, ekki slys, tauta ég hálfhátt áður en ég tek símann. Þetta er kona úr sveitinni, maðurinn hennar er með kviðverki og hún er áhyggjufull. Ég veit að þetta fólk kvartar ekki yfir smámunum svo það er ekki um neitt að velja. Ég er enn í krumpuðum fötunum sem ég sofnaði í svo ég bursta bara tennurnar og hárið og þá er ég tilbúin. Það hvín draugalega í stóra glugganum í stofunni og ég sé að Teresa dottar undir værðarvoðinni í blárri birtunni frá sjónvarpinu. Hún hrekkur upp þegar ég læðist að tækinu og slekk á því. – Ég þarf að fara í vitjun, hvísla ég að syfjaðri stúlkunni sem kinkar úfnum kolli og breiðir teppið enn betur yfir sig. Síðast fer ég inn til Lúkasar og kyssi hann á vangann. Hann er hlýr og notalegur í volgu rúminu og það er sleftaumur á koddanum vð munnvikið. Ég breiði sængina betur yfir litla líkamann, gríp töskuna og fer út í hvítt rjúkandi myrkrið. Snjór þekur bílinn og ég skef það mesta af framrúðunni með visakortinu. Það er tveggja stiku skyggni en um leið og ég yfirgef þjóðveginn tekur myrkrið völdin og mér finnst súrefnið minnka í jöfnu hlutfalli við birtuna. Bíllinn verður lífsnauðsynlegt köfunarhylki í dimmum alheimi og ég hlusta á Ry Cooder syngja um ofbirtu í augunum þar sem hann brunar eftir þjóð- vegum í Texas. Axlavöðvarnir spennast þegar ég rýni inn í ljósbóluna sem háu ljósin grafa fram fyrir mig og mér léttir þegar ég sé allt í einu gula glugga gamla íbúðarhússins fyrir framan mig. Konan er greinilega fegin að sjá mig og ég fæ á tilfinninguna að hún hafi beðið við dyrnar. Heimilið er hreint og vistlegt og gulnaðar blaðaúrklippur prýða panelklædda veggina. Allar greinarnar fjalla um menn og skepnur sem hafa verið að gera það gott, hér heima og erlendis. Þarna eru fréttir af kú sem átti met í mjólkurframleiðslu, konu sem landaði stóru hlutverki í Hollywoodmynd, íþróttaafrekum og björgun námumanna í Chile. Hjónin sem heita Jón og Guðrún og eru auðvitað kölluð Jón og Gunna eru vinsæl í sveitinni og hafa búið allan sinn búskap á þessum bæ. Jón bóndi er greinilega mjög kvalinn og þetta leggst ekki vel í mig. Ég veit
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.