Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 98
S t e i n u n n H e l g a d ó t t i r
98 TMM 2013 · 1
sem smýgur hljóðlaust og lymskulega um dularfull djúpin í gamla gula
baðkarinu. Það glyttir í hvassar tennurnar og vatnið frussast upp á brúnu
flísarnar þegar skepnan stekkur upp og bítur mig, varnarlausa konuna.
Ég klæði Lúkas í Batmannáttfötin sem urðu samferða rauðum vettlingi
í þvottavélinni, greiði blautt hárið herralega til hliðar og leggst að lokum
við hliðina á honum. Mjúk hönd strýkur á mér handlegginn og við förum í
ferðalag með Trítli, syni Alfinns álfakóngs.
Eftir skamma stund sofnum við bæði og ég hrekk upp, úfin og rugluð,
þegar síminn hringir. Sjónvarpið er enn í gangi frammi í stofunni svo það
er greinilega ekki komin nótt. Kunnuglegur kvíðinn laumar sér strax undir
bringspalirnar þó oftast boði þessar kvöldhringingar ekki annað en lyfja-
fyrirspurn frá hjúkkunni sem er á vakt á elliheimilinu.
– Æ, bara ekki slys, ekki slys, tauta ég hálfhátt áður en ég tek símann.
Þetta er kona úr sveitinni, maðurinn hennar er með kviðverki og hún er
áhyggjufull. Ég veit að þetta fólk kvartar ekki yfir smámunum svo það er
ekki um neitt að velja. Ég er enn í krumpuðum fötunum sem ég sofnaði í svo
ég bursta bara tennurnar og hárið og þá er ég tilbúin.
Það hvín draugalega í stóra glugganum í stofunni og ég sé að Teresa dottar
undir værðarvoðinni í blárri birtunni frá sjónvarpinu. Hún hrekkur upp
þegar ég læðist að tækinu og slekk á því.
– Ég þarf að fara í vitjun, hvísla ég að syfjaðri stúlkunni sem kinkar úfnum
kolli og breiðir teppið enn betur yfir sig.
Síðast fer ég inn til Lúkasar og kyssi hann á vangann. Hann er hlýr og
notalegur í volgu rúminu og það er sleftaumur á koddanum vð munnvikið.
Ég breiði sængina betur yfir litla líkamann, gríp töskuna og fer út í hvítt
rjúkandi myrkrið. Snjór þekur bílinn og ég skef það mesta af framrúðunni
með visakortinu.
Það er tveggja stiku skyggni en um leið og ég yfirgef þjóðveginn tekur
myrkrið völdin og mér finnst súrefnið minnka í jöfnu hlutfalli við birtuna.
Bíllinn verður lífsnauðsynlegt köfunarhylki í dimmum alheimi og ég hlusta
á Ry Cooder syngja um ofbirtu í augunum þar sem hann brunar eftir þjóð-
vegum í Texas. Axlavöðvarnir spennast þegar ég rýni inn í ljósbóluna sem
háu ljósin grafa fram fyrir mig og mér léttir þegar ég sé allt í einu gula glugga
gamla íbúðarhússins fyrir framan mig.
Konan er greinilega fegin að sjá mig og ég fæ á tilfinninguna að hún hafi
beðið við dyrnar. Heimilið er hreint og vistlegt og gulnaðar blaðaúrklippur
prýða panelklædda veggina. Allar greinarnar fjalla um menn og skepnur
sem hafa verið að gera það gott, hér heima og erlendis. Þarna eru fréttir af
kú sem átti met í mjólkurframleiðslu, konu sem landaði stóru hlutverki í
Hollywoodmynd, íþróttaafrekum og björgun námumanna í Chile. Hjónin
sem heita Jón og Guðrún og eru auðvitað kölluð Jón og Gunna eru vinsæl í
sveitinni og hafa búið allan sinn búskap á þessum bæ.
Jón bóndi er greinilega mjög kvalinn og þetta leggst ekki vel í mig. Ég veit