Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 101
S a m a s t a ð u r TMM 2013 · 1 101 Þeir stara á mig, fölir í óþægilegri birtunni. – Var hann innskrifaður hér á spítalann? spyr sá yngri. – Nei, svara ég vandræðalega. – Þá er ég hræddur um að þetta sé ekki okkar mál, segir vaktmaðurinn og lítur niður á tölvuskjáinn í borðinu. – Hvað gerir maður í svona tilfellum, Jónas? spyr hann eldri manninn sem situr við hliðina og brosir vingjarnlega til mín. – Tjah, það er náttúrlega sýslumannsembættið þar sem hann dó sem á að sjá um þetta, segir hann og verður alvörugefinn. Ég tek upp símann, hringi í símaskrána og fæ heimasímanúmer sýslu- mannsins á Ísafirði. Eftir margar hringingar svarar syfjuleg rödd. Ég útskýri fyrir honum hvernig málum er komið, að ég þurfi að koma líkinu í geymslu og panta krufningu þar sem dánarorsökin sé óljós. – Dó hann hér á Ísafirði? spyr röddin rám. – Nei hann dó á leiðinni, einhversstaðar yfir Snæfellsnesi, svara ég. – Þá er ég hræddur um að ég geti ekkert gert í þessu, vinan, segir hann og ég heyri að honum er létt þegar hann kveður. Ég næ mér í stól, sest hjá líkinu og flissa þegar mér dettur í hug að kannski væri réttast að halda áfram að þræða sýslumennina símleiðis suður til Reykjavíkur. Eldri vaktmaðurinn, sá sem er kallaður Jónas, kemur til mín með kaffi í plastmáli. Hann virðist vera að hugsa eftir svipuðum brautum því hann segir brosandi: – Þú ættir kannski að tala við sýslumanninn í Mýrasýslu … eða … hann dó nú reyndar í háloftunum … kannski heyrir þetta undir annað yfirvald, hehe. Ég nenni ekki að brosa. Við þegjum bæði í góða stund og ég sötra kaffið fegin. Við heyrum haltrandi fótatak fyrir aftan okkur. Gamall maður í snjáðum hvítum slopp kemur eftir ganginum. Ég sé fljótlega að þetta er Jósep gamli hjartasérfræðingur sem kenndi mér fyrir nokkrum árum síðan. Hann lyftir lakinu og ábreiðunni og horfir á líkið. – Hann er hálfræfilslegur þessi sjúklingur sem þú ert að vaka yfir, segir hann og brosir. – Ég var að koma með hann í flugi að vestan, en hann dó á leiðinni. Ég er ekki alveg viss úr hverju hann fór, bæti ég við. En hann var með þekktan hjartasjúkdóm. – Kom eitthvað upp á? spyr hann um leið og hann breiðir lakið aftur yfir líkið. – Hann fór í hjartsláttaróreglu og ég náði honum ekki í gang aftur. Raf- magnið var búið eftir eitt stuð, segi ég afsakandi. – Þá hefur hann örugglega bara fengið kransæðastíflu og hún farið með hann. En þú getur rætt það við hann Böðvar meinafræðing á morgun um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.