Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 103
TMM 2013 · 1 103 „Gestur vestfirski“ Þórbergs þáttur Þórðarsonar Á öðrum áratug tuttugustu aldarinnar skrifaði Þórbergur Þórðarson nokkrar gamansamar mannlýsingar – svokallaða „palladóma“ – í Skinfaxa, hið handskrifaða tímarit Ungmennafélags Reykjavíkur (U.M.F.R.). Skinfaxi „kom út“ frá því í nóvem- ber 1906 og þar til í maí 1918. Blaðið var lesið upp á fundum U.M.F.R. og því skal ekki ruglað saman við hinn prentaða Skinfaxa Ungmennafélags Íslands (U.M.F.Í.) sem hóf göngu sína árið 1909 og kemur ennþá út. Þá skal Skinfaxa U.M.F.R. ekki heldur ruglað saman við samnefnt skólablað Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík. Það hóf einnig göngu sína sem handskrifað blað 1898 og hefur komið út með hléum allar götur síðan, í prentuðu formi frá árinu 1968. Palla- dómaskrif er hefð sem á rætur sínar að rekja til skólablaða og árbóka skólapilta frá síðasta fjórðungi nítjándu aldar og var vinsæl iðja hjá þeim sem vildu æfa sig í ritlist og ræðumennsku. Um það má lesa nánar í bók Braga Þorgríms Ólafssonar Lands- ins útvöldu synir sem og í Sögu Reykjavíkurskóla eftir Heimi Þorleifsson. Í bókinni Ólíkar persónur sem hefur að geyma úrval af skrifum Þórbergs Þórðarson í Skinfaxa eru birtir nokkrir palladómar hans og sá þekktasti þeirra er vafalaust sá sem bókin sækir titil sinn til. Þar fer Þórbergur á kostum í lýsingu sinni á ungmennafélaganum og „boltaspilaranum“ Arreboe Clausen, sem og í samanburði á Clausen og sjálfum sér. Sá palladómur sem hér birtist er hins vegar ekki eftir Þórberg Þórðarson heldur um hann, eins og yfirskriftin ber með sér. Sá sem þáttinn ritaði notaði dulnefnið „Gestur vestfirski“ en mjög mikið efni í Skinfaxa er með þeirri undirritun. Fróðlegt væri að vita hvort einhver lesandi Tímarits Máls og menningar veit hvaða ungmenna- félagi er þar á ferðinni. „Þórbergs þáttur Þórðarsonar“ birtist í ellefta tölublaði Skinfaxa í september árið 1913. Í uppskrift minni hef ég leiðrétt augljósar villur og samræmt stafsetningu, enda stafsetning nokkuð á reiki í hinu handskrifaða blaði. Ég vona að lesendur hafi gaman af þessari aldargömlu lýsingu á Þórbergi Þórðarsyni sem hvergi hefur birst á prenti áður, svo mér sé kunnugt. Soffía Auður Birgisdóttir Þórbergur heitir maður og er Þórðarson, Steinssonar, Þórðarsonar, Steins- sonar bónda að Kálfafelli í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu.1 Móðir Þórbergs var Anna Benediktsdóttir, Þorleifssonar, Hallsson, Þorleifssonar, bónda að Hólum í Austur-Skaftafellssýslu. Ólst Þórbergur upp með for- eldrum sínum og varð brátt vöxtulegur, en snemma bar og á því að undar- legur þótti hann að mörgu og ólíkur öðrum sveinum þeim er þar ólust upp. Þá er hann tók betur að vaxa vildi faðir hans að hann tæki að ganga að vinnu með öðru fólki en Þórbergur lét sér lítið um gefið, smíðaði hann í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.