Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 105
Þ ó r b e r g s þá t t u r Þ ó r ð a r s o n a r
TMM 2013 · 1 105
ferðar, en er hann var skammt á veg kominn og fór með sjó fram þá fann
hann þar rekna af sævi vín-ámu, því að þar hafði skip farist skammt fjarri.
Þórberg fýsti nú að forvitnast um ámuna og komst hann að raun um að í var
það vín sem koníak heitir. Þá þótti Þórbergi sem að góður hlutur hefði fallið
sér í skaut. Fékk hann borað gat á botn ámunni með miklu erfiði og drakk
hann meðan hann mátti en vissi eigi af sér síðan. Er það mælt að maður
nokkur fyndi Þórberg og reiddi hann heim til sín en sá maður datt af baki og
svo Þórbergur líka og vita menn eigi með vissu hversu sú ferð hefur gengið.
Eftir 12 tíma vaknaði Þórbergur við og hélt áfram ferð sinni, komst hann
alla leið til borgar þeirrar sem Reykjavík heitir. Hún hét áður Róm, svo sem
um getur í þætti „Sigurðar úr Köldukinn“.2 Þóttu Þórbergi margir hlutir
furðulegir. Síðan fór Þórbergur til sjávar á þorskveiðar, það var áður kallað
að fara í víking. Var það svo um nokkurn tíma siður að Þórbergur var í
víking á sumrum en á landi um vetur. Fór hann víða um lönd og höf og
komst í margar þrautir og ævintýri. Þá var það í eitt skipti að Þórbergur kom
inn á Hornvík á Hornströndum og át þar skyr um miðnætti. Var það skyr
útbúið með mikilli fjölkynngi.
Hið næsta haust fýsti Þórberg að ganga á menntastofnanir nokkrar og verða
lærður maður, sem þá var mikill siður. Fór hann fyrst og nam fræði hjá þeim
meistara er Ásgrímur hét,3 en frá honum hvarf Þórbergur aftur og áleit sér
þann lærdóm ekki happadrjúgan.
Og er sumra tók leitað Þórbergur sér atvinnu, fór hann víða um lönd og
gekk hann í lið með faringja nokkrum er hlóð og byggði brýr yfir fljót og ár,
bæði með vélum miklum og kunnáttu. Einnig ruddu þeir brautir manna og
gjörðu mönnum þar færa vegi, sem áður voru óvegir.
Hugði hann að þar myndi hann hljóta bæði auð og álit fyrir. Kom hann
aftur suður er hausta tók, fór hann ýmist á landi eða með drekum þeim er
nú kallast gufuskip og bar margt til tíðinda. Hafði honum hlotnast auður
nokkur en ekkert lof, því að verk hans öll voru þökkuð meistara hans eins og
oft vill verða og undi Þórbergur því illa. En er vetra tók þá hugði Þórbergur
að auðga skyldi hann anda sinn fyrir það er höndum hans hafði hlotnast
um sumarið og gekk hann nú í þann skóla er kennaraskóli er kallaður.4 Þar
er kennd margskonar fræði og læra þar þeir menn er kenna vilja öðru fólki
vísdóm. En Þórbergur varð leiður á námsgreinum skólans og las hann þar
eigi annað en íslensku og svo ljóð nokkur.
Þá tók hugur hans að hneigjast að ljóðagerð og skáldskap enda hafði hann
og jafnan haft gaman af ljóðum og kviðlingum. Nokkrum þar í skólanum
þótti Þórbergur næsta undarlegur maður, sem og satt var, bæði að útliti og
háttsemi og svo hugsun. Þar var þá einn í skólanum er öðrum framar fjand-
skapaðist við Þórberg og kom öðrum til sama. Lauk svo þeirra viðskiptum að
Þórbergur beið lægra hlut því að fleiri urðu þeir er sneru við honum bakinu
er hann var áreittur.