Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 105
Þ ó r b e r g s þá t t u r Þ ó r ð a r s o n a r TMM 2013 · 1 105 ferðar, en er hann var skammt á veg kominn og fór með sjó fram þá fann hann þar rekna af sævi vín-ámu, því að þar hafði skip farist skammt fjarri. Þórberg fýsti nú að forvitnast um ámuna og komst hann að raun um að í var það vín sem koníak heitir. Þá þótti Þórbergi sem að góður hlutur hefði fallið sér í skaut. Fékk hann borað gat á botn ámunni með miklu erfiði og drakk hann meðan hann mátti en vissi eigi af sér síðan. Er það mælt að maður nokkur fyndi Þórberg og reiddi hann heim til sín en sá maður datt af baki og svo Þórbergur líka og vita menn eigi með vissu hversu sú ferð hefur gengið. Eftir 12 tíma vaknaði Þórbergur við og hélt áfram ferð sinni, komst hann alla leið til borgar þeirrar sem Reykjavík heitir. Hún hét áður Róm, svo sem um getur í þætti „Sigurðar úr Köldukinn“.2 Þóttu Þórbergi margir hlutir furðulegir. Síðan fór Þórbergur til sjávar á þorskveiðar, það var áður kallað að fara í víking. Var það svo um nokkurn tíma siður að Þórbergur var í víking á sumrum en á landi um vetur. Fór hann víða um lönd og höf og komst í margar þrautir og ævintýri. Þá var það í eitt skipti að Þórbergur kom inn á Hornvík á Hornströndum og át þar skyr um miðnætti. Var það skyr útbúið með mikilli fjölkynngi. Hið næsta haust fýsti Þórberg að ganga á menntastofnanir nokkrar og verða lærður maður, sem þá var mikill siður. Fór hann fyrst og nam fræði hjá þeim meistara er Ásgrímur hét,3 en frá honum hvarf Þórbergur aftur og áleit sér þann lærdóm ekki happadrjúgan. Og er sumra tók leitað Þórbergur sér atvinnu, fór hann víða um lönd og gekk hann í lið með faringja nokkrum er hlóð og byggði brýr yfir fljót og ár, bæði með vélum miklum og kunnáttu. Einnig ruddu þeir brautir manna og gjörðu mönnum þar færa vegi, sem áður voru óvegir. Hugði hann að þar myndi hann hljóta bæði auð og álit fyrir. Kom hann aftur suður er hausta tók, fór hann ýmist á landi eða með drekum þeim er nú kallast gufuskip og bar margt til tíðinda. Hafði honum hlotnast auður nokkur en ekkert lof, því að verk hans öll voru þökkuð meistara hans eins og oft vill verða og undi Þórbergur því illa. En er vetra tók þá hugði Þórbergur að auðga skyldi hann anda sinn fyrir það er höndum hans hafði hlotnast um sumarið og gekk hann nú í þann skóla er kennaraskóli er kallaður.4 Þar er kennd margskonar fræði og læra þar þeir menn er kenna vilja öðru fólki vísdóm. En Þórbergur varð leiður á námsgreinum skólans og las hann þar eigi annað en íslensku og svo ljóð nokkur. Þá tók hugur hans að hneigjast að ljóðagerð og skáldskap enda hafði hann og jafnan haft gaman af ljóðum og kviðlingum. Nokkrum þar í skólanum þótti Þórbergur næsta undarlegur maður, sem og satt var, bæði að útliti og háttsemi og svo hugsun. Þar var þá einn í skólanum er öðrum framar fjand- skapaðist við Þórberg og kom öðrum til sama. Lauk svo þeirra viðskiptum að Þórbergur beið lægra hlut því að fleiri urðu þeir er sneru við honum bakinu er hann var áreittur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.