Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 109
Þ ó r b e r g s þá t t u r Þ ó r ð a r s o n a r TMM 2013 · 1 109 Það var eitt sinn er ritnefndarskipti urðu að Þórbergur ritaði svo mikið mál í Skinfaxa að ritnefnd kom engu öðru að. Voru það og allt skammir um ritnefndina og þó sannar. Komst Þórbergur í ósætti við nefndina og vildi eigi framar skrifa í Skinfaxa og ritnefndin því síður þiggja. Þórbergur gekk og á sama vetri í Tóbaksbindindisflokkinn, hugði hann sér það sparnað mikinn. Leið svo til fjórðungsþings. Þá var Þórbergur kosinn fulltrúi, því hann var svo málsnjallur. Varð hann þingmaður með Jóni Dúasyni og komst í mikla kærleika hjá honum því Jón var forgöngumaður alls tóbaksbindindis. En er á þing kom þá var Þórbergur orðinn þreyttur á tóbaksleysinu og illa haldinn og bað þá um tóbak, en Jón neitaði Þórbergi um það. Þá varð Þórbergur illur í skapi og formælti öllu tóbaksbindindi og Jóni með. Skrifaði hann síðan langt mál um Jón það er kunnugt er orðið og skráð er í Skinfaxa og valdi Jóni mörg þung orð og ljót.20 En Jón gerði það fyrir sálu sinni að hann fyrirgaf Þórbergi það allt er hann fór af landi brott, og hefur Þórbergur síðan iðrast mjög breytni sína við Jón. Þá var Þórbergur kosinn gerðabókarritari, því hann var maður ritfróður, en þá ritaði Þórbergur það eitt er honum sýndist svo sem vænta mátti. Sleppti hann sumum atriðum með öllu en skrifaði annað um of. Svo var þegar ný ritnefnd var kosinn til Skinfaxa þá ritaði Þórbergur það hvergi og varð ritnefndin reið Þórbergi og ætlaði að slíta starfinu. En Þórbergur hótaði að skrifa skyldi hann í Skinfaxa mikið mál og gott sér til friðunar. Fór svo að síðustu að jafnvel Brandur varð Þórbergi mótsnúinn og kvað hann ekki rita fundargerðir á þann hátt sem bæri. Sagði þá Þórbergur af sér starfinu. Síðast var Þórbergur kosinn í mállýtanefnd því hann er maður svo mikill og skarporður að öllum ógnaði en þar á eftir fylgdi mállýtasafn svo mikið að menn hryllti við. Og er Þórbergur las upp mállýtin þá las hann svo mikið safn mállýta eftir Gvöndi að Gvöndur kvaðst eigi sjálfur skilja hvað margar vitleysur Þórbergur eignaði sér eða hvað mörgum hann bætti sjálfur við. Voru skýringar Þórbergs með dæmum öllum og tilvitnunum svo mikið mál og flókið að enginn skildi hvað voru málvillur, hvað skýringar og hvað dæmi, því Þórbergur færði margar vitleysur hinum sömu til viðbótar svo að safnið yrði fullkonmara, en bæði Gvöndur og fleiri kváðu þess litla þörf og er Gvöndur ósáttur við Þórberg síðan. Vænta menn að Þórbergur færi skaplegar næst. Nú er greint frá öllu því er menn vita um æfi Þórbergs bæði að því er hann hefur sjálfur sagt og svo aðrir góðir menn, þeir er best vita. Og er flest af því svo rétt skráð að fróðir menn hafa það fyrir satt haft. Lýkur hér með þætti Þórbergs Þórðarsonar. Skráð hefir Gestur vestfirzki. Soffía Auður Birgisdóttir bjó til prentunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.