Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 114
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ 114 TMM 2013 · 1 Ísland á hetjur. Ísland hefur alltaf lifað í hetjuskap – því miður. Ríman – frá 1400–1900 – var klöngur þess manns sem á sér enga raun og engan harm, þrátt fyrir allan þann þúnga sem íslensk þjóð bar á þessum tíma. Íslendíngurinn gat aldrei fundið til. Hann var bara ómerkilegur glottandi durgur! Ég veit þetta allt, Ragnar, og ég fæ ekkert nema skammir fyrir að segja sann leikann. Á Íslandi var varla maður drepinn af dönum. Var dani drep- inn? Á Írlandi flóðu allir skurðir af mannablóði; götur allar stráðar mannalíkum. Írar fengu auðvitað ekkert púður á fyrstu árum púðursins. Englendíngar höfðu það, herraþjóðin, og þeir jusu því yfir írana, steiktu þá í eimyrju! En þeir létu sér aldrei segjast, þeir gengu með ljái og kuta gegn enska ljóninu. Og strádrápust! Þeir áttu sér drauma og börðust dýrslega, heitir og saklausir og skáldlegir, fyrir þennan draum – og féllu. En við hugsuðum mjög rólegir um drauminn ef hann verkaði nokkurn tíma, – og gerðum drauminn og eðli hans praktískt. Við muðluðum út úr okkur rímum sem ekki áttu nokkurt listrænt tog, enga reynslu, engan harm. En írar áttu sér draum einn dag og þeir lifðu aðeins einn dag fyrir þann draum! Strádrápust! Hvor var betri? Mér leiðist tif klukkunar heima, það má óhamíngjan vita. Ég á, ég ætti, að lifa ans þeir lifðu hér fyrrum, Jónas H., Browning eða Byron. En hvað skilja þessar skepnur sem íslendíngar eru upp til hópa? Sárlega, sárlega hef ég orðið að líða aðeins fyrir það að ég er ljóðafugl, fullur af skáldlegri viðkvæmni. Þú borgar mér 10 fyrir ljóðabókina, 35 fyrir skáldsöguna – það minnsta sem hægt er að nefna! En þú borgar kokhraustum blaðamönnum tíu sinnum meira! Sama og hjá Iðunni, sama sagan. Ég hafði um það bil þrettán sinnum minna fyrir Hamíngjuskipti ( þetta launháðska listaverk) heldur en Indriði fyrir Land og syni, ónýta bók. (Og þú varst einn af þeim sem höfnuðu Hamíngjuskiptum!) Mig lángar að rífa heiftarlegan kjaft við þig – og taka áhættuna: að þú bregðist orðum þínum vegna bókanna og sendir mér ekki eyri! Ég verð að hreinsa mig. Ég verð að gerast svo góður að öll forlög sitji um mig – að biðja mig um næstu bók. Og þó getur það víst aldrei orðið. Ég skrifa einúngis fyrir sjálfan mig. Til fjandans með almenníng! Þú selur ekki skáldsögu mína og því síður ljóðabókina! Gefðu ljóðabókina út í svo sem 60 eintökum, eintakið á 1000. Það gengur, það er eina glóran. Og nú hef ég skrifað nýjan endi í skáldsöguna, kostulega, óborganlega list. Þú varst búinn að lofa mér að kaupa hana ans hún var á sínum tíma. Loforð þitt gildir. Þú átt allan satsinn í tryggíngu og þú hlýtur að borga mér í miðjan desember. Við höfum þegar gert samníngana. Þú borgar mér þessar 45 þúsundir (mínus 15 og vextir af þeim, víxillinn) á umræddum tíma, um 15. desember. Og þá mun lífið gánga og skáldskapur þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.