Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 116
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“
116 TMM 2013 · 1
hana um að bjarga gjaldeyrisumsókn – 15000 krónum. Og þú gætir hjálpað
henni. Hún talar mínu máli, en hvaða mark taka bánkaþrjótarnir á því að
ég er skáld?
Talaðu við Jónu í síma 15341. Þetta verður að gerast um eða fyrir miðjan
desember.
Lángi þig að svíkja mig þá gerðu það! Hvað varðar mig um einn svikarann
í viðbót? Ég hef engu að tapa. Svíktu mig bara! Það er svo afar auðvelt að
fótum troða þá sem allir fótum troða.
Ég er á hvínandi skáldskapartúr!
Í morgun, klukkan 8, fór ég niður á sand. Fór úr skóm og sokkum og
bretti upp skálmarnar og óð út í hafið mitt. Og horfði svo á bátana dregna í
talíum hátt upp á land! Hlustaði á hróp og köll hinna heilbrigðu sjómanna
við setnínguna!
Ísland, íslenskur andi – hverslagt bölvað uppátæki!
Jóna, færeyska vinkonan mín, ætlar að sækja um 15000 í gjaldeyri fyrir
mig. En ég hef ekki sótt um skólavist hérna. Þess vegna kann bánkinn að
segja nei, því hvað þýðir að segja þeim bankafíflum að ég sé skáld, á við
háskóla? Hjálpaðu henni. Hríngdu í 15341.
Svo loka ég mínum dyrum. Svo held ég inn í minn túr. Blessaður. Gángi
þér allt í hag.
Steinar (ég ætla að taka upp nýtt nafn:
Sjóni Sjávar)
Tossa de Mar,
Costa Brava,
Spain.
P.S.: Skrifaðu Jóni Ýngva, úngskáldinu, vini mínum, og biddu hann um
handrit að bók sem hann er að skrifa úti í Flatey! Jón Ýngvi, Flatey. Hann
bjó til víxil, fyrir mánuði, fór rakleitt til Jóhannesar frá Kötlum. Bað hann
að skrifa nafn sitt á víxilinn. Jóhannes bauð honum kaffi, kökur. Talaði, var
dásamlegur, skrifaði nafn sitt. Auðvitað.
Gefðu út bókina hans Jóns – ef hún er góð, sem ég vona. Annars ekki.
Ég held að Jón sé einn þeirra sem guðirnir hafa elsku á. A.m.k. ég!
Eins margar kveðjur og kornin eru hér á ströndinni.
á Tossu,
óviðjafnanlegu Tossu!
Kysstu kvinnuna þína frá mér, ástlausum manninum hérna á Spáni. Eða
kysstu blómin. Kysstu fegurðina, mannlegu reisnina, ljóðið sjálft. Frá mér.
Og logaðu allur af kossinum!
Ég er drukkinn. Og loga allur af harmi!
Sjóni Sjávar.