Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 119
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ TMM 2013 · 1 119 Helgafell. Ragnar Jónsson. Unuhús. Reykjavík. Ísland: Kæri Steinar, – Rétt í þessu, nánar tiltekið í morgun, kom frá þér mikill pakki. Ég opnaði hann strax og þar fann ég bréf, skemmtilegt að vanda. Þú klípur ekki utanúr hlutunum fremur venju. Það er auðséð að þú ert í ríku landi, en gleymir kannski að landar þínir eru fátæklingar, og aldrei jafn- aumir og nú, í bókmenntalegu tilliti. Þetta er leitt að segja, Íslendingar hafa misst trúna á bókmenntalega getu sína. Þeir vilja bara tolla í einhverri tízku. Um handrit þitt er það satt best að segja að ég tími ekki að lesa það fyrr en um jólin. Las tvær blaðsíður og vildi ekki hætta lífinu frekar. Ég er kafinn önum upp fyrir haus fram að jólum. Við, þessir aumu útgefendaræflar, erum að reyna að ná svolitlu upp í skuldirnar um áramótin. Útgáfan gengur stirðlega. Ef þú heimtar af mér handritið strax, verð ég að skila því ólesnu. Annars geri ég ekki ráð fyrir að það geri þér neitt til þó ég geymi handritið inni í peningaskáp til jólanna. Þú stingur upp á að ég láti setja handritið og leyfi þér að umskrifa á eftir, en það get ég ekki gert. Bókasetning er orðin ofsalega dýr og við leyfum yfir- leitt ekki leiðréttingar í próförkum. Enda enginn ástæða til. Svo ræði ég ekki frekar um þetta handrit að sinni. Andrúmsloftið er hér heldur ryðgað. Hér var rigning í allt sumar og í haust éljagangur af ýmsu tagi. Ein ný skáldsaga er í prentun og kemur fljótlega, eftir Svövu Jakobsdóttur, sem er ágæt. Ég held ég hafi fylgst með því sem er að koma, en það er flest dauflegt nema Svava og Þorsteinn frá Hamri. Það verður erfitt næsta ár fyrir alvarlega þenkjandi höfunda. Með kveðju til konu þinnar. Þinn einlægur, Ragnar. Árið 1975 er Sigurður A. Magnússon hættur ritstjórn Samvinnunnar, enda hefur tímaritið þá skroppið saman á ný í þá mynd sem það hafði þegar hann tók við því í hlývindum æskulýðshreyfinga áratugarins á undan; Steinar leitar til hans í fjárkröggum, hann er nú staddur í Noregi og hefur vænst úthlutunar úr ríkissjóði en ekki fengið. Sigurður svarar og er adressan íslenska sendiráðið í Osló, Islands Ambassade. Reykjavík 28. okt. 1975. Kæri Steinar. Þakka þér bréfið frá 22/10, þó ekki sé það beinlínis skemmtilegt tilhugsunar að fá aldrei línu frá þér nema eitthvað ami að! Og nú ertu, sýnist mér, heldur betur í kröggum. Þú heldur að ég geti bjargað þessu með einu handarviki, og segir „Það þarf nú alla vega ekkert nema dálitla lempni …“ Betur að satt væri. Eins og nú er ástatt í Rithöfundasambandinu, má ég þakka fyrir meðan allt springur ekki í loft upp, og það meðal annars útaf þessum blessuðum „Við- bótarritlaunum“. Það eru einir átta kumpánar sem hóta sprengingu og hver veit hvað, ef þeir fá ekki sín mál leiðrétt, sem er vitanlega ekki hægt úrþví sem komið er, og þessvegna væri það óðs manns æði að blanda Rithöfunda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.