Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 120
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ 120 TMM 2013 · 1 sambandinu í þín mál. Ég hef að vísu fært þetta í tal við ábyrga menn innan sambandsstjórnarinnar, og þeir bentu mér vinsamlega á, að sambandið gæti ekki tekið slíka áhættu einfaldlega vegna þess að ekki væri 100% öruggt, að þú fengir viðbótarritlaun, þó mjög sterkar líkur væru til þess. Það þarf því miklu meira en „dálitla lempni“ til að kippa þessu í liðinn, og ég sé satt að segja ekki aðra leið en þá, að ég gangi persónulega í ábyrgð fyrir þig og hætti þar með öllu sem ég á, því ég er hættur að geta staðið undir skuldum í óðaverðbólgunni. Semsagt, þú getur sagt Birni Nilsen að ég sé fús til að ganga persónulega í ábyrgð fyrir láni til þín frá norska rithöfundafélaginu. Fallist hann á þá lausn, verður þú að senda mér í næsta bréfi umboð til að taka út viðbótarritlaunin í janúar, og svo verður þú náttúrlega að senda inn upplýsingar til Menntamálaráðuneytisins um útgefnar bækur árið 1974. Þetta er eina lausnin sem ég kem auga á. Vona að hún dugi þér. Með bestu kveðjum. Sigurður A. Sex árum síðar rennir Steinar huganum til upphafsáranna og hefur komist að niðurstöðu um hlutskipti sitt í lífinu og að það er ekki bundið bókmenntaskrifum sérstaklega. Hann skrifar Ragnari sem þá var illa farinn af Parkinsonveiki: 7. apríl, 1981. Góðan daginn Ragnar. Þegar ég byrjaði áðan að hugsa til bréfsins til þín varð mér á að kasta hug- anum til þeirrar öndverðu þegar ég byrjaði að gefa út hjá þér. Ég held ég hafi þótst opna taflið með stríðu peði og ætlað mér sigur eftir nokkra leiki. En mér brást. Það var of fast í mér fúskið. Hins vegar, þótt þú létir mig slá þig annað veifið, var það ekki til neins. Þegar ég hugsa nú um þennan tíma býst ég við að ég hafi aðeins verið að leita föður míns án þess jafnvel að vita það. Ég býst við að mig hafi grunað að í þér væri þessi faðir, sem ég var að leita allan tímann. En hvers vegna gerðistu ekki faðir minn? Ég skal segja þér, ég held ekki að neitt sé hægt fyrir slíka fíra að gera nema annað hvort að láta þá eiga sig eða skjóta þá. Ég held að náttúran segi ávallt hið sanna um hvíta hrafninn: hann er misheppnaður, og staðfestíng þeirra svörtu á misheppnun hans er ávallt rétt. Það er jafnvel einhver reisn yfir dómsorði þeirra, eða þess sem á eftir kemur, hinu miskunn firrta falli. Útgefendur urðu að gefast upp á mér, eða fólkið öllu fremur. Þannig er ég búinn að sætta mig við þetta. Og meir en það. Ég hef aldrei upplifað meiri fögnuð en þegar ég loksins gafst upp á því að klambra saman sögur, eða þegar ég loksins fór að hugsa af viti: að ég skyldi glíma við þann harða djöful sem dramað er, og engan annan, að falla fremur fyrir honum en að standa mig á yfirborðinu í úrkynjunarslappleika skáldsögunnar. Hið hlálegasta af öllu er þó að gerast nú um síðir, eða nú á dögum. Nú fyrst í mínu lífi koma til mín útgefendur, nýir menn, og grátbiðja mig um handrit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.