Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 122
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ 122 TMM 2013 · 1 Og þegar nánar er hugsað til þeirra náúnga, Alberts, Herberts og Gilberts, er varla hægt að sjá að þeir séu samfastir, eða samir við sjálfa sig. Þeir fara allir meira eða minna út af laginu. Ég lét svo fara að yfirlögðu ráði; hafði meira að segja gaman af að gera þá sem ruglaðasta og talið allt í heild. Ég ætlaði mér fyrst og fremst að skrifa lifandi mál, og mér virðist það betra í þessari bók minni en nokkurri hinna. Þú minntist á kaflanöfnin, Björg. Þau kunna að gefa lítið til kynna, en hvað mig snertir fannst mér ekki nema sjálfsagt að þau segðu svo sem ekkert. Það er nóg að búa til skil. En nöfnin má raunar þýða. Ef lesandinn er í góðu skapi kann hann ans ég að hafa gaman af því öðru hverju að halda UPP í viskíið eftir að hafa verið NIÐRI þar sem bjórinn er og þyngslin af honum. Yfirleitt eru kaflarnir UPPI nokkru upplitari en þeir hið NEÐRA, ef vel er að gáð. Ég bið ykkur að fara að öllu með gát. Það mætti vel svo fara nú sem áður, að fólk léti ekki fá sig til að lesa eftir mig með neinu offorsi. Mér þykir fyrir þessu, og einatt er ég að gera mig óvinsælli (ég fæddist óvinsæll og hef ávallt verið óvinsæll, og satt er það, mér býður við vinsælu fólki). Árum saman hef ég verið að gefa út vélritaða bæklínga, og ég efast um að nokkur leggi á sig að lesa þá, og ekki stafar ljómanum af slíkum bæklíngum, drottinn minn dýri! Ég geri mér fyllilega ljóst að ég nýt einskis álits sem listamaður, og ég hef jafnvel látið mér á sama standa. Ég hef úr engum söðli að detta, ekkert að missa. En ég hef meira að vinna en allir þeir sem vinsælda njóta, og ég þakka það engu nema því tómlæti sem hávaðinn hefur sýnt skruddum mínum! Ekkert er auðveldara en það að vinna sig í álit. Ef ekki verða tök á því að gefa út þessa bók þá á ég handrit í ritgerðasafn. Ef til vill væri mér hollast að byrja með útgáfu ritgerða? Hef einnig verið að velta fyrir mér efni í nokkuð tragískt efni: um mann sem er umsetinn í öndverðu og er upprættur um síðir, en um þetta má allt ræða síðar. En athugið handritið sem þið hafið. Vegið og metið hvort efnið er með því lagi að líklegt megi telja að það geti hresst eitthvað upp á mannskapinn! Upphaflega samdi ég þetta fyrir það eitt að útvarpið lyfti undir mig, eða gaf mér von, og að nokkru er skruddan slík sem hún er – næstum eingöngu í samtölum – vegna þess að ég treysti Knúti R. Magnússyni til að breyta sér í allra fjenda líki. En ég veit það samt ekki, man það ekki – og það skiptir raunar engu máli. Gángi ykkur allt í haginn. (sign.) Nokkrum dögum síðar skrifar hann af sama tilefni: Víðinesi 22/3 ’83. Góðan daginn þið Ragnar og Björg. Það er lángt frá því að ég hafi liðkað nokkuð fyrir skilníngi á bókinni í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.