Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 124
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ 124 TMM 2013 · 1 sjálfur fær um að tala sínu máli? Á maður nokkuð að tala um það sem fjærst manni er og líklega er hið eina sem ávallt getur heillað manninn, einmitt fyrir það að það býr í hinni miklu fjarlægð? Og hvers vegna gera kristilegir talsmenn sig svo arga og spéhrædda? Það má varla halla orði svo að þeir fari ekki að ásaka mann fyrir eitthvað sem þeir kalla óguðlegt athæfi. Maður má ekki brosa nema þeir vilji um leið fá að vita úr hvaða efni brosið varð til. Jóhannes 1/1: „Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð“. Gott og vel, hvernig ber manni að skilja þetta? Orð sjálfrar Biblíunnar er ekki þess eðlis að maður geti trúað að það sé undirskrifað af guði. Orð Biblíunnar ljómar ekki frá sér, heldur er það harla mannlegt og breyskt á sama hátt og mannanna orð, stundum ágætt, en þá aðeins sem mannsins orð, með sínum mennsku göllum. Hins vegar fór ég að yfirvega setnínguna „og orðið var guð“ og taka nokkuð til mín sem listamanns. Og mér fannst það skylda mín að gera mig virkan í orði, og þar með að gera mig að nokkurs konar Kristi. Ég stóð allt um það í nokkurri þakkarskuld við þá kotverja og fannst ekki nema sjálfsagt að ég ynni kristilegt starf. Allt um það var ég sá eini þeirra alkanna sem varð mikillar hamíngju aðnjótandi, sá eini þarna sem var frír við ljót- leika leiðindanna, því ég starfaði frá morgni til kvölds og notaði heldur engin meðul ans flestir þeirra gerðu. Þeir frelsíngjar töluðu um Krist, notuðu mörg orð og margbáðu okkur hina ófrelsuðu um að taka sönsum með því að trúa á Jesúm Krist. Og ég var allt í einu, og án þess að gera mér þess ljósa grein, orðinn nokkuð virkur í kristilegu starfi, því ég fór brátt að njóta þess að vera leiddur. Á göngu upp í Helgadal, var ég allt í einu farinn að búa til orð á bak við orð Biblíunnar, eða búa til þann anda sem á vantaði í orðin til þess að þau yrðu að anda. Sem sagt, andi guðs verður aldrei lesinn í orðum, heldur í þeim mætti sem býr á bak við hin skrifuðu orð, eða í listinni sjálfri: einmitt í þeim anda sem kristinn maður finnur, ekki í sjálfum orðunum heldur í því sem hann kann að hugleiða um þessi orð, þá þegar hann verður innblásinn. Orðið, eða réttar sagt orðið á bak við orðið, er innblásturinn sjálfur, sköp- unin sjálf, og þannig verða allir trúaðir menn á helgum stundum, skapandi menn, og þá skiptir raunar engu máli hver orð hans verða, ef hann er leiddur á annað borð, og ef til vill er þessi leiðsla einmitt það að vera hjá guði? En þannig er bókin til komin, svona einfalt er þetta. En í stað þess að tala um Krist, biðja um andakt fyrir hann og virðíngu hans vegna og/eða okkar vegna, læt ég minn Krist – Sky High – ekki segja eitt einasta orð. Ég læt hann margsinnis frábiðja sig allri predikun, öllum áróðri, og hann á engar prentsmiðjur og semur ekki neina spalta ans Kristar okkar gera í hundruðum mustera. Í staðinn fyrir að flytja móðursjúkar ræður um ágæti guðs brosir Sky High aðeins þegar mikið liggur við, við þessi varla merkjanlegu tilefni: að minnst er á flug eða hin háu loft. Svona einfalt er þetta. En ég veit ekki hvort ég get gert nógu ljóst að um einhvers konar Krist sé að ræða, enda veit ég ekki hvort það skiptir svo miklu máli. Þó á þetta raunar eftir að koma betur í ljós, bæði í fyrstu bók og þó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.