Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 124
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“
124 TMM 2013 · 1
sjálfur fær um að tala sínu máli? Á maður nokkuð að tala um það sem fjærst
manni er og líklega er hið eina sem ávallt getur heillað manninn, einmitt
fyrir það að það býr í hinni miklu fjarlægð? Og hvers vegna gera kristilegir
talsmenn sig svo arga og spéhrædda? Það má varla halla orði svo að þeir fari
ekki að ásaka mann fyrir eitthvað sem þeir kalla óguðlegt athæfi. Maður
má ekki brosa nema þeir vilji um leið fá að vita úr hvaða efni brosið varð til.
Jóhannes 1/1: „Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð“.
Gott og vel, hvernig ber manni að skilja þetta? Orð sjálfrar Biblíunnar er ekki
þess eðlis að maður geti trúað að það sé undirskrifað af guði. Orð Biblíunnar
ljómar ekki frá sér, heldur er það harla mannlegt og breyskt á sama hátt og
mannanna orð, stundum ágætt, en þá aðeins sem mannsins orð, með sínum
mennsku göllum. Hins vegar fór ég að yfirvega setnínguna „og orðið var
guð“ og taka nokkuð til mín sem listamanns. Og mér fannst það skylda mín
að gera mig virkan í orði, og þar með að gera mig að nokkurs konar Kristi. Ég
stóð allt um það í nokkurri þakkarskuld við þá kotverja og fannst ekki nema
sjálfsagt að ég ynni kristilegt starf. Allt um það var ég sá eini þeirra alkanna
sem varð mikillar hamíngju aðnjótandi, sá eini þarna sem var frír við ljót-
leika leiðindanna, því ég starfaði frá morgni til kvölds og notaði heldur engin
meðul ans flestir þeirra gerðu. Þeir frelsíngjar töluðu um Krist, notuðu mörg
orð og margbáðu okkur hina ófrelsuðu um að taka sönsum með því að trúa
á Jesúm Krist. Og ég var allt í einu, og án þess að gera mér þess ljósa grein,
orðinn nokkuð virkur í kristilegu starfi, því ég fór brátt að njóta þess að vera
leiddur. Á göngu upp í Helgadal, var ég allt í einu farinn að búa til orð á bak
við orð Biblíunnar, eða búa til þann anda sem á vantaði í orðin til þess að
þau yrðu að anda. Sem sagt, andi guðs verður aldrei lesinn í orðum, heldur í
þeim mætti sem býr á bak við hin skrifuðu orð, eða í listinni sjálfri: einmitt
í þeim anda sem kristinn maður finnur, ekki í sjálfum orðunum heldur í því
sem hann kann að hugleiða um þessi orð, þá þegar hann verður innblásinn.
Orðið, eða réttar sagt orðið á bak við orðið, er innblásturinn sjálfur, sköp-
unin sjálf, og þannig verða allir trúaðir menn á helgum stundum, skapandi
menn, og þá skiptir raunar engu máli hver orð hans verða, ef hann er leiddur
á annað borð, og ef til vill er þessi leiðsla einmitt það að vera hjá guði? En
þannig er bókin til komin, svona einfalt er þetta.
En í stað þess að tala um Krist, biðja um andakt fyrir hann og virðíngu
hans vegna og/eða okkar vegna, læt ég minn Krist – Sky High – ekki segja
eitt einasta orð. Ég læt hann margsinnis frábiðja sig allri predikun, öllum
áróðri, og hann á engar prentsmiðjur og semur ekki neina spalta ans Kristar
okkar gera í hundruðum mustera. Í staðinn fyrir að flytja móðursjúkar
ræður um ágæti guðs brosir Sky High aðeins þegar mikið liggur við, við þessi
varla merkjanlegu tilefni: að minnst er á flug eða hin háu loft.
Svona einfalt er þetta. En ég veit ekki hvort ég get gert nógu ljóst að um
einhvers konar Krist sé að ræða, enda veit ég ekki hvort það skiptir svo miklu
máli. Þó á þetta raunar eftir að koma betur í ljós, bæði í fyrstu bók og þó