Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 127
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ TMM 2013 · 1 127 – Tæpum þremur áratugum – og allmörgum bókum – eftir að Valdimar Jóhanns- son gaf út Hamíngjuskipti Steinars (1964) skrifaði sonur Valdimars, Jóhann Páll útgefandi hjá Forlaginu, sama höfundi: Forlagið. 22. maí 1991 Kæri Steinar! Þakka þér skorinort og afdráttarlaus bréf þín frá 30. mars og 2. maí. Ég svara á sama hátt. Þú sakar mig um mörlenskan sauðarhátt. Ég gef skít í það. Það er kannski með mig eins og fleiri mörlanda, að ég hef ærið að starfa og ófá handrit lágu á borði mínu og biðu lestrar þegar mér barst erindi þitt. Svo þarf ég fleiru að sinna en handritalestri og hef einnig verið á viðskiptaferðalagi erlendis. Ég skammast mín ekkert. Um þýðingu á franskri bók get ég ekkert sagt. Ég hef ekki lesið bókina en vil taka það fram að nánast allar þýðingar sem Forlagið gefur út veljum við sjálfir og eins og þú veist þá er úr nógu að velja þar, miklu fleiru en við getum nokkurn tíma gefið út. Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að lesa yfir handritið og vega það og meta. Nóg um það. Kjallarinn. Mér líst vel á þetta handrit og hef áhuga á að gefa það út. Ég sting uppá að gengið verði frá bókinni með sama hætti og hjálagðri ljóðabók Þórarins Eldjárns, þ.e. vandaðri kilju. Upplag ca 500 eintök. Ég hefði áhuga á að fela sama myndlistarmanni gerð kápunnar, þ.e. Valgarði Gunnarssyni. Hvað um það? Ber að líta á þetta sem endanlegt handrit eða hugsarðu þér að slípa það frekar? Er þér fast í hendi að rita k í stað h? Eflaust er þetta þrauthugsað mál af þinni hálfu en að mínu mati stendur þetta einungis milli lesanda og verksins. En þú átt síðasta orðið um það. Hvað með gæsalappirnar? Hvers vegna lokar þú ekki beinni ræðu með gæsalöppum? Ef þú hugsar þér að slípa verkið meira, hvenær myndirðu þá skila endanlegu handriti? Ég sting upp á að rammasamningur Félags ísl. útgefenda og RSÍ gildi um útgáfuna, þ.e. 16% höfundarlaun af útsöluverði. Samkvæmt samningnum áttu að fá ¼ af höfundarlaunum upplagsins við skil á handriti. Ef upplagið er 500 eintök þá dragast fyrst frá 100 eintök skv. 18. gr. vegna höfundareintaka, kynningar o.s.frv. Þá eru eftir 400 eintök. Áætlað útsöluverð er 1480 kr., 16% af því eru 236, 80. Þá eru höfundarlaun fyrir 400 eintök 94720 og ¼ af því 23680 kr.* Ég hef þegar sent þér um 50000, þannig að ekki er um frekari greiðslur að ræða fyrr en þrem mánuðum eftir útkomu, þá greiðast höf- undarlaun af öllu upplaginu. Þetta er allt samkvæmt gildandi samningum en ekki mín uppfinning. Þetta eru auðvitað ekki miklir peningar fyrir höfund * Nmgr. bréfritarans, J.P.: Þetta er reyndar vitlaust. Hér á að standa hálfu, en látum hitt gilda fyrst það rataði í bréfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.