Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2013 · 1 einsog að fá að koma í annan heim, til himna liggur mér við að segja – allt varð upphafið frá því augnabliki sem lagt var frá landi og út á Breiðafjörðinn, hvort sem var róið eða siglt, og svo að koma þangað, Sturla í heimi skáldskaparins þar sem er gott að lifa, mér fannst sem þarna væri staðurinn þar sem hug- myndir fæðast, […]“ (227). Áður hefur Þórður lýst því hvernig birtir yfir öllu þegar hann fær að taka til starfa með Sturlu í Færeyjum, það var sem „helg birta á langri jólanótt“ (159). Það ætti því að vera hafið yfir allan vafa að samkvæmt hugmyndum Einars Kárasonar er snilld skáldsins af guðleg- um toga og það er aðeins snillingurinn sem ræður yfir hinum fáheyrðu göldrum skáldskaparins, enn vitnar Þórður Narfa- son: „En Sturla skáld vissi auðvitað, sagði hann mér síðar, að galdrarnir sem því tengdust að geta skrifað svona mannlýs- ingar komu bara af því að það kunna þeir sem lengi hafa helgað sig hinni göfugu frásagnarlist. Þeir geta gert svona, aðrir ekki“ (125). Það virðist vera að þetta sé sá boðskapur sem Einari Kárasyni liggur mest á hjarta í þessari síðustu bók Sturl- ungaþríleiksins. Ekki veit ég hvort almennir lesendur deili sýn hans á skáld- ið eða fallist á að hann hafi fundið höf- und Njálu. En víst er að með Óvinafagn- aði, Ofsa og Skáldi hefur Einar Kárason bætt mikilvægum verkum við það stóra safn sem er að verða til í íslenskum bók- menntum og falla undir það sem Jón Karl Helgason kallar „endurritun“ á íslenskum fornbókmenntum. Og með þríleiknum hefur hann greitt leiðina fyrir nýja lesendur að þessum bókmenntaarfi og fyrir það ber að þakka. Tilvísanir 1 Sjá Einar Kárason. „Njálssaga og Íslendinga- saga Sturlu Þórðarsonar.“ Skírnir 186. ár (haust 2012), bls. 300. 2 Sjá viðtal við Einar Kárason í Fréttablaðinu 4. september 2012: „Sturla skrifaði Njálu – það er nánast óhrekjandi.“ 3 Því miður hefur ritdómari ekki komist á sýningu Einars Kárasonar í Borgarnesi þegar þetta er skrifað en byggir umsögn sína á skrifum Gunnars Karlssonar á vef TMM. Sjá Gunnar Karlsson. „Í gervi sagnameistarans Sturlu.“ 13. janúar 2013, tmm.is 4 Sjá Jón Karl Helgason. 7. nóvember 2012. „Skrifaði Sturla Þórðarson Skáldið eftir Einar Kárason?“ http://uni.hi.is/jkh/ (sótt 30. janúar 2013). 5 Einar Kárason. „Njálssaga og Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar“, bls. 290. 6 Sjá viðtal við Einar Kárason 8. desember 2012. „Þá finnst manni allt smámunir frá sjónarhóli eilífðarinnar.“ Smugan. Vefrit um pólitík og mannlíf. Árni Bergmann Raunasaga og sigurganga Gunnar F. Guðmundsson. Pater Jón Sveinsson – NONNI. Opna, 2012. Við sem höfum lengi lifað í bókum hér á landi hljótum að eiga okkur persónulega sögu af samskiptum við skáld og rithöf- unda, til dæmis þá Jón Sveinsson og Halldór Laxness. Nonni varð okkur í bernsku samferða inn í bókaheiminn og Halldór tók síðan við okkur. Í mínu dæmi og sjálfsagt margra annara varð Nonni sérstaklega freist- andi lesefni og fyrirmynd vegna þess að bækurnar um hann sögðu frá dreng úr litlu plássi á hjara veraldar sem hvarf frá góðri móður og kyrrum kjörum til að kynnast Heiminum handan við Hafið – þetta var allt þeim mun ævintýralegra vegna þess að enginn af þeim sem ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.