Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 7
H u g l e i ð i n g u m á f ö l l o g s j á l f s v í g s h u g s a n i r TMM 2015 · 3 7 Ljóstíra Rúmum fimm árum eftir heimkomuna kviknaði loksins ljóstíra sem hefur síðan lýst mér leið á vegferðinni um dalinn dimma. Þá kynntist ég verðandi eiginkonu minni sem lét veikindin ekki aftra sér. Eftir að fundum okkar bar saman í líffræðinni náði ég smátt og smátt tökum á lífinu. Rúmum tveimur árum síðar þreytti ég síðasta prófið. Við tóku fimm viðburðarík ár. Þá fæddust tvö fyrstu börn okkar, við giftum okkur, ég lauk meistaranámi í vísindasögu og starfaði sem upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins. Sjálfsvígshugsanirnar gufuðu því miður ekki upp. Þær héldu sig í bak- grunninum, en minntu reglulega á sig, stundum á hverjum degi. Við fyrstu sýn virðist erfitt að skilja af hverju vel menntaður fjölskyldumaður, í góðu starfi, heldur áfram að gæla við eigin tortímingu. Svo er þó ekki. Á bak við „sjálfsörugga“ yfirborðið leyndist tætt sjálfsmynd, mikil minnimáttarkennd og regluleg ofsahræðsluköst. Martraðirnar gerðu lífið enn flóknara. Ég hafði auð vitað enga skýringu á þessu. Komst síðar að því að martraðir eru klass- ískt einkenni hjá einstaklingum sem hafa lent í erfiðum áföllum. Á hverri nóttu í rúmlega 15 ár upplifði ég tilbrigði hugans við Afríkuhryllinginn. Á þessum árum tengdi ég martraðirnar ekki við reynsluna í Afríku. Ég hélt í einlægni að hér væri um sammannlega reynslu að ræða. Þrátt fyrir þetta bar martraðirnar mjög sjaldan á góma í samræðum við annað fólk. Ég komst hins vegar að sannleikanum í mannfagnaði á sendiráðsárunum. Í samræðum við nokkra einstaklinga bar drauma á góma. Einhver hafði orð á því að hann myndi aldrei drauma. Ég gerði fólkinu grein fyrir því að ég myndi alltaf atburði næturinnar. Þá var ég inntur eftir draumi síðustu nætur. Ég lýsti þá hryllilegum eltingaleik þar sem ég var endurtekið skotinn í höfuðið, en eftir fyrsta skotið áttar maður sig á því að um draum er að ræða. Leikurinn er endurtekinn þar til manni tekst með erfiðismunum að vekja sjálfan sig. Svo spurði ég fólkið: „Þekkið þið ekki svona drauma?“ Undrunar- svipurinn á fólkinu nægði til þess að ég vissi strax að svarið var nei. Martraðirnar raungerast, næstum því Þrátt fyrir sjálfseyðingarhvötina beindist ofbeldishugsunin aldrei að öðru fólki, enda hef ég ímugust á ofbeldi. Þetta breyttist skyndilega upp úr miðjum tíunda áratugnum. Á þessu tímabili voru sjálfsvígshugsanirnar í bakgrunninum en tíð ofsahræðsluköst voru mikið vandamál. Geðlæknirinn taldi sig hafa hina fullkomnu lausn, SSRI „þunglyndislyfið“ Cipramil, sem átti að vera án aukaverkana. Nokkrum dögum eftir að ég byrjaði á lyfinu dundu ósköpin yfir. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum langaði mig skyndilega til að skaða eiginkonuna og ungan son okkar. Í hvert skipti sem ég hugsaði um eða sá hníf fékk ég ótrúlega sterka löngun til að skaða þau. Þessu fylgdi ólýsanleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.