Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 10
S t e i n d ó r J . E r l i n g s s o n
10 TMM 2015 · 3
Samhliða batanum hef ég á undanförnum árum gert endurteknar til-
raunir til þess að koma mér aftur út í lífið. Þær hafa því miður allar liðið fyrir
sömu mistökin. Ég fer allt of geyst af stað og fæ á endanum taugaáfall. Við
tekur þá langur tími þar sem ég einangra mig nánast algjörlega frá umheim-
inum og sleiki sárin. Þá verða sjálfsvígshugsanir aftur ráðandi afl í lífinu.
Við minnsta áreiti geta þær orðið nánast óbærilegar. Nú er hins vegar ástæða
til hóflegrar bjartsýni því að síðastliðinn vetur veitti athyglisverð sálfræði-
meðferð mér nýtt innsæi í eigin tilfinningaheim. Það á síðan eftir að koma
í ljós hvort þetta sálfræðilega innsæi nær að lifa í skúmaskotum hugans sem
eru uppfull af efasemdum um hugmyndafræðilegan grundvöll geðlæknis- og
sálfræði.12
Guðleg heimsókn
Reynslan í Afríku gerbreytti heimsmynd minni. Ég fór utan sem tiltölulega
bjartsýnn efahyggjumaður en er heim kom var ég orðinn svartsýnn (í heim-
spekilegri merkingu orðsins13) guðleysingi sem aðhylltist í raun tómhyggju. Í
mínum huga var allt, með vísan í Prédikarann, „Aumasti hégómi … aumasti
hégómi, allt er hégómi“. Ég sá ekki neinn tilgang með lífinu, nema ef vera
skyldi barneignir (í dag er ég ekki viss um réttmæti barneigna),14 og hef ekki
enn fundið hann, þrátt fyrir langa og ítarlega leit. Sterk trúarleg upplifun á
vormánuðum ársins 2004 lét um stund hrikta í heimsmyndinni.
Allt í einu fann ég fyrir návist guðlegrar veru og bað til hennar. Þessu
fylgdi mikil sælutilfinning og láku tárin úr augunum. Upplifuninni fylgdi
samtímis mikil gleði og talsverður ótti. Ástæða gleðinnar var sú að ég lá inni
á geðdeild illa haldinn af miklum tilfinningalegum vandamálum og sjálfs-
vígshugsunum. Slæmu hugsanirnar hurfu núna óvænt. Ég hafði oft upplifað
skyndilegt brotthvarf tilfinningalegu vandamálanna en þá véku þau fyrir
lífsgleði, skýrri og skapandi hugsun og mikilli orku. Þessi upplifun var allt
annars eðlis. Henni fylgdi mikil yfirvegun, miklu meiri sælutilfinning og
sterk þörf til að orða tengslin við hina guðlegu veru.
Ástæða óttans var sú að nú riðuðu allt í einu stoðir heimsmyndarinnar
sem litað hafði líf mitt í einn og hálfan áratug. Ég stóð nú allt í einu frammi
fyrir því að vera kominn í persónulegt samband við guðlega veru og sá fram
á að verða að athlægi þegar umskiptin opinberuðust. Innst inni var þó tals-
verð vissa fyrir því að heilinn væri að spila með mig en í ljósi þess hve sælutil-
finningin var sterk, var ómögulegt að vera alveg viss. Hver sem ástæðan var
olli upplifunin því að ég útskrifaðist mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.
Viku síðar var sælutilfinningin nánast algjörlega horfin. Þá fann ég að
guðleysið var enn til staðar djúpt í sálartetrinu. Á sama tíma kviknaði hins
vegar talsverður áhugi á trúarbrögðum og möguleikanum á því hvort hægt
væri að samþætta trú og vísindi. Hafði ég ekki nokkra hugmynd um hvort
og þá hvernig slíkt væri hægt. Sá heimur opnaðist hins vegar óvænt fljótlega