Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 18
18 TMM 2015 · 3 Hjalti Hugason „… það er eins og sé ekkert pláss fyrir helgi í nútímanum …“ 1 Hið heilaga og prestsímyndin í nokkrum nútímaskáldsögum Inngangur Presturinn, líkt og margt sem lýtur að trú og trúarbrögðum, hefur hafnað í jaðarstöðu í veraldlegu samfélagi samtímans. Þetta skynjaði barnið sem spurði hvar presturinn væri geymdur milli jóla en þá á hann sitt fasta hlut- verk svipað og Grýla, jólasveinarnir og kötturinn. Þessi firring prestsins í samtímanum helst í hendur við breytta vitund fólks fyrir hinu heilaga en nærtækt er að skoða prestinn sem helsta persónu- gerving þess.2 Vissulega má líta svo á að nú hafi hið heilaga að mestu misst helgi sína í huga alls þorra fólks. Umræða um það sem áður taldist friðhelgt er nú hispurslausari, tabúum hefur fækkað og bann hegningarlaga við því sem kallað hefur verið guðlast hefur verið fellt brott.3 Kirkjugrið væru vísast til ekki virt nú.4 Æ minni munur er gerður á helgidögum þjóðkirkjunnar og rúmhelgum dögum.5 Þó má færa rök fyrir að við nútímafólk séum í síst minni þörf fyrir heilagan tíma og heilagt rými en fyrri kynslóðir. Við leitum þess heilaga einfaldlega á öðrum stöðum en áður var gert, nálgumst það á annan hátt og tjáum reynslu okkar af því með öðru móti. Margt nútímafólk skynjar til dæmis návist hins heilaga í náttúrunni eða á sögufrægum stöðum fremur en í kirkju. Mörg okkar skynja þannig helgi á fögrum degi á Þingvöllum eða ef því er að skipta í óbyggðum austur undir Snæfelli eða Herðubreið svo dæmi séu tekin. Önnur skynja návist hins heilaga í Eldborgarsal Hörpu eða öðru tónlistar- og menningarhúsi, enn önnur við fæðingu barns eða dauða ástvinar. Í fræðunum er af þessum sökum oft gerður munur á því „trúarlega heilaga“ og „veraldlega heilaga“ sem og hinu „stóra heilaga“ og „litla heilaga“. Með því „litla heilaga“ er þá átt við allt sem skapar mér og mínum vitund fyrir nálægð hins leyndardómsfulla, gerir okkur mögulegt að skynja helgi þess, glæðir þá reynslu okkar tilgangi og tengir okkur stærra samhengi en er hversdagslegt í augum annarra. „Hið stóra heilaga“ er aftur á móti sameigin- legt heilu samfélagi eða jafnvel stórum hlutum mannkyns. Hið „trúarlega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.