Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 28
H j a l t i H u g a s o n
28 TMM 2015 · 3
Lesandinn kynnist henni fyrst í samfélagi fjölskyldunnar, Geira og Þórðar,
verðandi tengdasonar, umhverfis píanóið þar sem Baldur leikur undir söng
án „[…]snerpu, lipurð[ar] og sjálfstraust[s]“. (10) Þau dreypa á hvítvíni milli
laga. Þetta er „góð stund“ sem er lýst svo:
Katrín stóð beint fyrir aftan manninn sinn og veitti honum styrk til að halda hug-
rakkur og ótrauður áfram leið sinni inn í myrkviði laga Jóns Múla og Fúsa. Hún
hafði skærustu röddina en gætti þess að beita henni einungis til að gefa hljómnum lit,
tónn hennar snerti laust við röddum allra hinna svo að loddi við þær silfur. [Leturbr.
HH] (12)
– – –
Birtan í þessum hljómi kom frá Katrínu sem stóð í miðjunni og stjórnaði vagginu á
hópnum. Frá henni kom ljóminn. [leturbr. HH] (16–17)
Í útliti greinir Katrín sig frá hinum kaldranalega Ásgrími, ekki bara hvað
kyn áhrærir:
Hún var í rauða kjólnum. Hún hafði sett á sig ilmvatnið úr litlu grænu flöskunni og
kannski gert eitthvað við hrokkna brúna hárið sem ekki hafði breyst í fjörutíu ár,
frá því að hún var fimm ára, og sennilega hafði hún sett örlítinn lit á varirnar. Hún
var blómleg. Á meðan hún söng hafði hún lagt langa og freknótta handleggi sína
mjúklega um mjóbak dóttur sinnar og sonar og hafði þannig allan hringinn innan
sinnar seilingar. Það lék bros um augu hennar og hvítar tennurnar skinu í bros-
leitum söngnum og hún hallaði undir flatt eins og hún hafði gert frá því að hún var
lítil stelpa. Hún var falleg. Allar hennar hrukkur voru broshrukkur. (17)
– – –
Hún var falleg. (20)
– – –
[…] hún var með breiðar axlir; hún var með græn augu sem urðu gul eða grá við
valin tækifæri; hún var með beint nef og sterklega höku og gullinsnið í andlits-
dráttum – en þokkinn sem frá henni streymdi var umfram allt vakinn af hreyfingu,
hann var leikandi lína, hann flögraði. Baldur horfði á hana og honum fannst sem
allt væri rétt í niðurskipan hlutanna. (21)
Katrín er hvorki ágeng og drottnandi né undirokuð og þjónandi. Í hógværð
myndar hún þó grunntóninn í tilveru fjölskyldunnar en mótar líka allt
umhverfi sitt:
Því að rétt eins og rödd hennar snart allar hinar raddirnar í söngnum og gaf þeim
silfurhljóm þá var sérhver hlutur ofurseldur sviði hennar þegar hún var þar. Ábreiða
á stól tók lit sinn frá augum hennar, púði frá peysu, kaffibolli frá klút, mynd á vegg
frá augum, peysu og klút – allt var baðað ljósi hennar. [Leturbr. HH] (21)