Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 42
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 42 TMM 2015 · 3 Í tvíburamerkinu líkt og Marilyn Monroe? Já, en samt ekki fædd sama dag. Þær Linda Vilhjálms, skáldsystir okkar, fæddust hins vegar báðar 1. júní. Viltu segja mér frá umhverfi bernskustöðvanna? Háaleitishverfið er innilokað af miklum umferðaræðum, þannig að við krakkarnir leituðum óskaplega lítið útfyrir það. Lífið snerist í kringum Álftamýrarskólann og margir voru í íþróttafélaginu Fram. Stóra spurningin þegar maður var sendur út í búð var hvort maður ætti að fara í Víði eða upp í Söebeck. Ég var í fimleikafélaginu Fylki með bestu vinkonu minni og á sunnudögum fór ég í sunnudagsskóla sem var starfræktur í Álftamýrarskóla. Þar hlustaði ég á Biblíusögur og fékk fallega biblíumynd í lokin sem ég setti inn í bók og geymdi. Ertu trúuð? Já, ég trúi á Guð og spjalla stundum við Hann og Hann svarar á móti á sinn hátt. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og á bækurnar þínar? Já, óneitanlega. Mamma mín las mikið og á veturna fórum við í Norræna húsið um helgar þar sem foreldrar mínir lásu sænsku blöðin því þau pabbi höfðu lært og starfað í Svíþjóð. Síðan var komið við í bókasafni Norræna hússins til að athuga hvað hefði komið út af nýjum bókum á Norðurlönd- unum. Farið var á upplestra og fylgst með bókmenntalífinu. Í næstu blokk bjó Sigurður A. Magnússon rithöfundur og hann sá maður fara annaðhvort í Víði eða í Söebeck. Ég vissi því að rithöfundar voru til, að minnsta kosti hann Sigurður. Svo bar ég gæfu til að hafa góða kennara í barna- og mennta- skóla sem höfðu trú á mér og hvöttu mig til að skrifa. Varstu snemma læs – hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið sem barn? Hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil? Mamma mín kenndi mér að lesa. Ég var læs þegar ég byrjaði í skólanum og var send í þroskapróf til skólasálfræðings þegar nokkrar vikur voru liðnar af sex ára bekk. Í kjölfarið var ég send upp um bekk og var því alltaf vetur á undan í skóla. Eina bókasafnið í hverfinu var skólabókasafnið og þar dvaldi ég oft eftir að kennslu lauk. Síðan fór fjölskyldan stundum á Bústaðasafnið. Ég las bækurnar sem ég átti aftur og aftur og mér fannst alltaf óskaplega gaman að lesa. Svo teiknaði ég myndir og fór smám saman að semja sögur við myndirnar. Einn daginn hætti ég að teikna myndirnar en hélt áfram að segja sögur. Ég las bækur Astridar Lindgren mikið. Mér fannst Á Saltkráku ákaflega skemmtileg bók en svo las ég bara allt sem tönn á festi, svo sem Sörla son Toppu, Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton, Tinnabækurnar, Í afahúsi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.