Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 50
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 50 TMM 2015 · 3 Hvaða lifandi mannveru dáist þú mest að? Thelma Ásdísardóttir er nú engin heybrók. Hvað er það undarlegasta við sjálfa þig? Ekkert. Löngu hætt að koma sjálfri mér á óvart. Hvað er venjulegast við sjálfa þig? Það er örugglega svo venjulegt að ég greini það ekki sjálf. *** Ég tel upp barnabækur sem þú hefur skrifað – ekki lítið safn: Marta smarta (2002), Jóladýrin (2004), Land hinna týndu sokka (2006), Ballið á Bessastöðum (2007), Garðurinn (2008), Prinsessan á Bessastöðum (2009), Forsetinn, prinsessan og höllin sem hvarf (2011), ásamt léttlestrarbókum og leikriti um forsetann og prinsessuna sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu …  Ástæðan fyrir því að ég heillaðist af bókmenntum var sú að ég las góðar barnabækur þegar ég var krakki. Ég átti mér því alltaf þann draum að skrifa góða barnabók. Einn daginn fann ég plott sem dugði í söguna um Mörtu smörtu og áttaði mig á því að ég var orðin nógu gömul til að skilja bæði Mörtu og mömmu hennar. Í Mörtu smörtu læt ég mömmuna fara til útlanda í nám og þær mæðgurnar hringjast stundum á. Síðasta haust fór ég á tíu vikna rithöfundaþing í Iowa City í Bandaríkjunum og þótti auðvitað óskaplega erfitt að skilja við syni mína allan þennan tíma. Þá fletti ég upp í Mörtu og sá að ég hafði ekki sýnt persónunum þar neina miskunn þegar ég skildi þær að í heila fimm mánuði. Samt gátum við fjölskylda mín notast við skæpið til að sjá hvert framan í annað, ólíkt þeim mæðgum. En vitaskuld leið tíminn þarna úti í Iowa. Hann gerir það alltaf. Hvernig var í Ameríku? Mér var boðið á víðfrægt rithöfundaþing sem háskólinn í Iowa City hefur staðið fyrir í fjörutíu og sex ár. Ég hafði heyrt af því úr ýmsum áttum á ferðum mínum um heiminn og hitt fólk víðs vegar að sem hafði verið boðið til Iowa. Einn daginn hafði bandaríska sendiráðið samband og spurði mig hvort það mætti senda ferilskrána mína til Iowa og athuga hvort mér yrði boðið. Mér fannst það sjálfsagt og fannst heiður að verða fyrir valinu. Alls var tuttugu og níu höfundum boðið til dvalar í Iowa sl. haust og ég var ein þeirra. Öll dvöldum við á sama hótelinu og fengum tækifæri til að kynnast hvert öðru, sækja upplestra og ferðast um en síðan fengum við líka tóm til að vinna í friði. Hinir Evrópubúarnir hurfu inn í herbergin sín að skrifa en ég vildi líka fá tækifæri til að kynnast kollegum mínum. Vinir mínir voru frá Singapúr, Ghana, Mýanmar og Suður-Kóreu. Við héldum hópinn, borðuðum stundum saman og skruppum í bíó. Þetta var eins og að búa í litlu þorpi. Við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.