Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 51
Þ v í m e i r a fa n n f e r g i þ v í m e i r a f j ö r TMM 2015 · 3 51 vorum ekki að sóa tíma okkar í að ræða bókmenntir og heimspeki heldur slúðruðum aðallega hvert um annað. Mér varð vel úr verki í Iowa og skemmti mér ákaflega vel. Meðal annars fékk ég tækifæri til að dvelja í New Orleans sem er býsna mögnuð borg. *** Skáldsagan Regnbogi í póstinum kom út árið 1996, smásagnasafnið Eitruð epli tveimur árum síðar, næsta skáldsaga Bátur með segli og allt árið 2004. Þegar Eitruð epli kom út hafði ég verið í miklum smásagnagír. Ég hafði verið að skrifa smásögur fyrir Tímarit Bjarts og frú Emilíu – eitthvað í loftinu kallaði á smásögur. Það væri gaman að gefa út smásögur aftur, ég held ég eigi fimm óbirtar. Ég lauk við eina um daginn byggða á minningu frá því ég var unglingur og var að reyna að vera pönkari. Fyrstu skáldsögu minni var vel tekið, það var mjög gaman að gefa hana út, mikið af upplestrum og fjöri. Önnur skáldsaga mín, Bátur með segli og allt, var síðasta bókin sem fékk Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Þetta er fjölskyldusaga, um vantraust í fjölskyldu og á vinnustað. Ég fór einmitt til Leipzig fyrir ári síðan til að kynna hana þar en hún kom út hjá bókaforlaginu Ullstein í Þýskalandi fyrir stuttu. Segðu mér frá bók sem hefur haft víðtæk áhrif og verður án efa klassík að mínu viti, Myndin af pabba – Saga Thelmu (2005). Í haust verða tíu ár liðin síðan hún kom út. Þegar leiðir okkar Thelmu Ásdísardóttur lágu saman og við byrjuðum að undirbúa bókarskrifin áttum við ekki von á því að bókin fengi alla þá athygli sem hún hefur notið. Hún hefur verið í umræðunni nær allar götur frá því hún kom út. Þegar ég byrjaði að skrifa Myndina af pabba var ég búin að lesa In Cold Blood eftir Truman Capote, bók sem ég keypti í bókabúðinni Shakespeare and Company í París, og sömuleiðis hafði ég lesið sjálfsævisögu Fay Weldon, Auto Da Fay. Ég hugsaði með mér að það ætti að vera hægt að skrifa læsilega viðtalsbók um Thelmu þótt hún segði frá skelfilegum atburðum. Bókin er nú notuð í kennslu í félagsráðgjöf og lögfræði og hefur vonandi orðið til gagns. Það var að minnsta kosti það sem við Thelma lögðum upp með. Að hverju ertu að vinna um þessar mundir? Viltu ræða það? Ég er með nokkur handrit í gangi, bæði fyrir börn og fullorðna. Síðan hef ég verið að kenna fimmtu bekkingum ritlist. Í haust kemur út eftir mig barnabókin Dúkka sem er með hryllingsívafi. ***
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.