Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 60
60 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð manns. Maður verður hálf ringlaður af lestrinum en slagkrafturinn er slíkur að það tekur rykið langan tíma að setjast að lestri loknum. Þurrir akrar og illa lyktandi fjárhús í írösku sveitinni setjast að manni. Endurtekningin gegnir líka ákveðnu hlutverki því eins þótt sögurnar séu fjölbreyttar ríkir sama röddin yfir þeim öllum, sama blóðuga hnífsblaðið ristir upp hverja síðuna af annarri. Oft er það einkenni góðra sagna að þær virðast jafnvel betri nokkrum mánuðum eftir að maður las þær en þær orkuðu á mann fyrst. Eins til- viljanakennt og margt virðist í sögum Blasims finnst manni eins og galdurinn hljóti að liggja í einmitt því. Viðfangsefnið – óreiðan og stríðið – verður enn sterkara í krafti þess hvernig sögunum er miðlað. Um leið og hörmungarnar vakna til lífs er einhver hversdagslegur blær yfir öllu saman. Svona er þetta bara. Hausar höggvast af og hnífar hverfa. Veröldin er fjar- stæðukennd. *** Hassan Blasim fæddist í Írak árið 1973. Hann ólst upp á stóru heimili þar sem ólæs móðir og faðir í hernum héldu utan um hóp tíu systkina þar til faðirinn lést úr hjartaslagi þegar Blasim var sextán ára. Þá hafði hann lengi fengist við að skrifa sögur, yrkja ljóð og semja krossgátur, líkt og ein sögu- persónanna í Þúsund og einum hníf leggur fyrir sig. Seinna hóf hann nám við kvikmyndaakademíuna í Bagdad, lenti upp á kant við yfirvöld við gerð Særðu myndavélarinnar og flutti í kjölfarið til Finnlands sem flóttamaður árið 2004. Leið hans lá gegnum gegnum Íran, þaðan Tyrkland og Búlgaríu og upp endilanga Evrópu þar til hann endaði í Tampere. Sögurnar í Þúsund og einum hníf bera margar vott um þessa reynslu enda segir Blasim að skáld- skapur sinn sé að mestu byggður á eigin lífi og hryllingssögum ættingja og vina. Þetta er veruleiki sem fólk á norðvestlægum slóðum kannast lítið við og fengi eflaust ekki almennilega innsýn í án svona bókmennta. „Fyrir nokkrum árum ákvað ég flýja til Íran,“ segir einn flóttamannanna í Morðingjunum og áttavitanum. „Ég var að spá í að fara þaðan til Tyrklands og segja skilið við þetta helvítis land. Ég bjó í skítugu húsi í Norður-Íran, með fólki sem kom frá Pakistan, Afganistan og Írak og öðrum guðsvoluðum hórupyttum þessarar jarðar. Við biðum eftir því að vera látnir í hendur íranska smyglarans sem átti að koma okkur yfir landamærafjallgarðinn. Það var þar sem ég hitti pakistanska krakkann. Hann var á aldur við þig, viðkunnalegur strákur, ungur og mjög myndarlegur. Hann talaði ekki mikla arabísku en hafði lært Kóraninn utanbókar. Hann var alltaf hræddur. Og hann var með einkennilegan hlut í fórum sínum: áttavita. Hann var vanur að halda á honum í lófa sér eins og fiðrildi og stara á hann. Síðan faldi hann hann í sérstakri skjóðu sem hékk um hálsinn á honum eins og gullnisti. Hann hengdi sig á baðherberginu daginn áður en íranska öryggisgæslan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.