Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 66
66 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Babúskubókin Cloud Atlas Þriðja bók Davids Mitchell er einnig sú þekktasta: Cloud Atlas. Hún kom út árið 2004 og hlaut stórkostlegar viðtökur, rokseldist og vann til fjölda verðlauna enda bráðsnjöll og áhugaverð. Sagan er fléttuð úr sex ólíkum þáttum sem tengjast á mismunandi hátt og eru sagðir til hálfs í réttri tímaröð og svo er farið aftur til baka og kaflarnir lokast. Mitchell viðurkennir fús- lega að þessi babúskulega frásagnartækni, þar sem sögukaflarnir opnast hver á fætur öðrum og lokast svo í öfugri röð, sé ekki síst innblásin af tímamótaverki Italo Calvino Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu. Tími og rúm eru toguð sundur og saman í Cloud Atlas og lesendur færðir til heimsendis og til baka í orðsins fyllstu! Við kynnumst landkönnuði á Nýja-Sjálandi á 19. öld, tvíkynhneigðu tónskáldi í Belgíu á fjórða áratug síðustu aldar, harðsoðinni rannsóknarblaðakonu í Kaliforníu á valdatíma Geralds Ford, bókaútgefanda sem leitar að flóttaleið af elliheimili á okkar dögum, klónaðri þjónustustúlku í Kóreu framtíðarinnar og öldnum sagna- þul á Hawaii eftir algjört hrun siðmenningarinnar. Skáldsagan er því nokk- urs konar hlaðborð ólíkra bókmenntastíla þar sem sögulegur skáldsagna- máti fléttast saman við þvottekta glæpasögu og grátbroslegt raunsæi svo eitt hvað sé nefnt. Gleggstu lesendur bókarinnar taka ekki aðeins eftir því hvernig persón- urnar og sögurnar tengjast innbyrðis heldur einnig hvernig persónur úr fyrri verkum höfundarins skjóta upp kollinum, uppátæki sem verður æ meira áberandi með hverri bók Mitchells. Cloud Atlas var kvikmynduð af Wachowski-systkinunum (sem þá voru reyndar bræður) ásamt Tom Tykwer og brugðu Tom Hanks og Halle Berry sér í mörg ólík gervi í mörgum helstu aðalhlutverkunum! Myndin vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2012 en athyglin skilaði sér þó ekki beint í fjárhirslur framleiðendanna þótt dómar gagnrýnenda hafi verið vel yfir meðallagi víðast hvar. Undirrituðum fannst bókin betri. Jarðbundnari skáldsögur – eða hvað? Eftir frásagnarlegt listflug Cloud Atlas, kom nokkuð á óvart hversu jarð bundin fjórða skáldsagan, Black Swan Green, er. Hún kom út árið 2006, er býsna hefð- bundin þroskasaga stamandi ungskálds, Jason Taylor að nafni, í Bretlandi Thatcher-tímans. Að þessu sinni er sögusviðið takmarkað við eitt ár í litlu þorpi en eins og allir sem hafa verið þrettán ára vita, þá getur býsna margt gerst á einu ári. Við það bætast leyndardómsfullir atburðir þótt skýringarnar, til að mynda á dularfullum símtölum til föður Jasons, séu ekki jafn langsóttar og á flestum furðum í verkum Mitchells. Sagan er einlæg, húmorísk og hrífandi og persónurnar áhugaverðar og þroski þeirra trúverðugur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.