Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 68
68 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð mynd af hruni vestrænnar siðmenningar í kjölfar gríðarlegra loftslags- breytinga; svimandi margir jarðarbúar flýja heimkynni sín, stórveldinu í austri hefur vaxið ásmegin og glæpaflokkar fara um sveitir eyjarinnar grænu rænandi og ruplandi sólarorkusellum og öðrum lífsnauðsynjum, svo eitt- hvað sé nefnt af þeim hörmungum sem lýst er. Lesandinn getur ekki annað en deilt örvæntingu sögupersónanna sem skrimta í tætlunum af þeim heimi sem okkur finnst svo sjálfsagður í dag. Íslandsvinurinn kemur Í ljósi þess sem áður er sagt um samband Davids Mitchell við Ísland lék undirrituðum forvitni á að kanna það ögn betur og sendi honum nokkrar spurningar í tölvupósti sem hann var svo vinsamlegur að svara. Í ljós kom að hann hefur þegar komið tvisvar hingað til lands, m.a. til að kynna sér slóðir Íslendingasagnanna. Um leið viðaði hann að sér efni og hugmyndum að áhugaverðum sögustöðum, eins og Ásbyrgi og Gljúfrasteini, sem hann nýtir sér í The Bone Clocks. Inntur eftir frekari lestri á íslenskum bókmenntum segist Mitchell hafa, auk Íslendingasagnanna, lesið Sjálfstætt fólk og Brekku- kotsannál og hreifst hann sérstaklega af þeirri fyrrnefndu. „Sjálfstætt fólk er ein af mínum uppáhalds skáldsögum allra rithöfunda, allra staða og allra tíma. Hún er tilgerðarlaus en snjöll, hefðbundin en samt framsækin, persónurnar eru blæbrigðaríkar en um leið heillandi, hún er alvarleg en fléttuð svörtum húmor, hún er félagslega raunsæ en samt goð- sagna kennd, hlaðin atburðum en samt íhugul. Ég gæti haldið áfram að lýsa henni endalaust en dugar þetta í bili?“ Mitchell nefnir einnig verk Sjóns, sem hann segir hæfileikaríkan, sér- stæðan og íhugulan höfund. Loks notar hann orðið brilliant til að lýsa skáldsögu Jóns Kalmans, Himnaríki og helvíti, og segir hana eina allra bestu bók sem hann hefur lesið í ár. Spurður út í framtíðina upplýsir Mitchell að fyrir utan næstu bók, sem kemur út núna í haust og byggir enn við sagnaheim The Bone Clocks, hafi hann í kollinum sex til sjö hugmyndir að skáldsögum og þar af muni þrjár gerast að miklu leyti á Íslandi. Hann gekk jafnvel svo langt að segja að ein þeirra gerðist milli áranna 2050–60, önnur árið 1985 (árið sem Reynir Pétur Ingvarsson gekk hringinn kringum landið) en sú þriðja fyrir þúsund árum síðan. Í framhaldinu spurði hann hvort flugfélögin væru ekki örugglega með vildarpunktakerfi og biður um ábendingar um veitingastaði sem drekkja ekki öllum réttum í smjöri og rjóma. Það leynir sér ekki að David Mitchell hlakkar til að sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík og hann segist þegar hafa skipulagt fundi með nokkrum sagn- fræðingum til að viða að sér efni og leggja traustan grunn að áðurnefndum skáldsögum. Því eins og hugarfóstur hans, Crispin Hershey, orðar það í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.