Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 77
A n d e r s s o n o g A n d e r s o n TMM 2015 · 3 77 Hún lýsti þessum viðbrögðum í útvarpsþættinum Höfundar eigin lífs á Rás 1 þann 14. júní síðastliðinn þar sem einhverjir lesendur tengdu viðhorf og skoðanir sögumannsins í bókinni við Vigdísi. Tveimur árum fyrr eða 1987 gaf Vigdís út bókina Kaldaljós sem er af öðrum toga og fjallar um ungan dreng sem missir allt. Um ólíkar viðtökur þessara bóka sagði Vigdís í við- talinu: „Þegar ég kom upp, í skólana og á staðina, til að lesa upp úr þessari bók þá streymdi til mín hlýjan. Ég hafði skrifað um þennan góða dreng og ég var góð. Tveimur árum seinna var ég orðin fjandinn sjálfur.“3 Innra með okkur ríkir þrá eftir hinu raunverulega lífi innan skáld- skaparins. Það er oft eins og skáldskapurinn sjálfur, tær uppspretta sköp unar, dugi okkur ekki. Hver kannast ekki við að anda léttar þegar í lok tilfinn- ingaþrunginnar bíómyndar kemur lína sem segir ,,Efni myndarinnar byggir á raunverulegum atburðum“ því þá er eins og myndin hljóti meiri dýpt og tengsl við lífið og möguleika þess? Á sama tíma getum við látið það pirra okkur þegar lesendur reyna stöðugt að lesa höfundinn og sálgreina hann út frá skálduðum texta. Mörgum hefur orðið tíðrætt um gagnvirk tengsl lífs og listar. Lífið flæðir inn í listina og listin inn í lífið og á sama tíma viljum við aðgreina þetta tvennt, sjá skilin á milli hins skáldaða eða óraunverulega og hins raunverulega. Að mínum dómi erum við á villigötum þegar við göngumst slíkri aðgreiningu á hönd. Það er ekki hlutverk listarinnar að ljósrita veruleikann heldur að bæta einhverju við hann, toga hann og teygja. Það er slagkraftur í orðum Rebeccu West þegar hún segir: „Það er ekki hlut- verk listarinnar að búa til afrit af veröldinni. Eitt eintak er fjandans nóg.“4 Milan Kundera fjallaði um hlutverk listarinnar og tengsl hennar við söguna í ritgerð sinni Tjöldin og segir þar í samantekt sinni: „Listin er ekki lúðrasveit sem fetar í fótspor mannkynssögunnar. Hún er til staðar til að skapa sína eigin sögu.“5 Tengsl lífs og listar og speglun raunveruleikans komu við sögu hjá Sigurði Pálssyni þegar hann rakti ritunarsögu leikritsins Utan gátta í fyrirlestri árið 2011 sem birtist á prenti ári síðar í Tímariti máls og menningar. Það sem hann segir þar um leikritun er vel hægt að yfirfæra yfir á skáldsögur, skáld- skap og í raun öll listform: Vitanlega tengist þetta löngun minni að reyna að losna undan alltumlykjandi endurgerð veruleikans, losna við hefðbundinn natúral-realisma, losna undan venjulegum natúral-realískum persónum og kringumstæðum. Það tengist líka spurningum og efasemdum mínum um að „speglun raunveru- leikans“ sé eini möguleiki leikhússins. Mér finnst það alltof passíf afstaða. Spegla eitthvað sem fyrir er. Staðlaðar aðferðir í umfjöllun um veruleikann. Leik- húsið og listin verða líka að vera aktíf, muna eftir eigin forsendum. „Raunveruleikinn“ svonefndi líkir reyndar jafn mikið eftir listinni og öfugt.6 Máttur skáldskaparins er mikill, honum er ekkert óviðkomandi og hann getur ferðast á nanósekúndu að endimörkum heimsins og haldið út fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.