Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 79
TMM 2015 · 3 79 Markús Már Efraím Dave Eggers Dave Eggers fæddist árið 1970 í Boston en fluttist ungur með fjölskyldu sinni í úthverfi Chicago. Hann lagði stund á háskólanám í blaðamennsku en hætti námi þegar hann missti báða foreldra sína úr krabbameini með mánaðar millibili áramótin 1991–2 og þurfti að ganga átta ára bróður sínum í föðurstað. Í kjölfarið flutti hann með bróður sinn til Kaliforníu og hóf tímaritaútgáfu. Hér lýkur hefðbundnum hluta greinarinnar. Dave Eggers er hvorki hefðbundinn rithöfundur (eru til hefðbundnir rithöfundar?) né hefð bundinn ein- staklingur (það eru klárlega ekki til hefðbundnir einstaklingar) og því væri ómögulegt að gera honum skil með hefðbundinni grein. Lífshlaup hans er stórmerkilegt og enginn er betur til þess fallinn að segja frá því en hann sjálfur, sem hann gerði með fyrstu bók sinni A Heartbreaking Work of Staggering Genius (2000), og greinarhöfundur hefði helst viljað láta allan texta bókarinnar fylgja með sem neðanmálsgrein1. Fyrstu kynni margra Íslendinga, þar á meðal greinarhöfundar, af Dave Eggers voru í gegnum bókmenntatímaritið Timothy McSweeney‘s Quarterly Concern2 sem hann hóf að gefa út árið 1998 og var lengi vel prentað á Íslandi. Tímaritið og útgáfufyrirtækið McSweeney’s brutu bókstaflega blað í tímarita- og bókaútgáfu með nýstárlegu og síbreytilegu umbroti og bóka- hönnun og hafa laðað að sér marga af virtustu rithöfundum heims. Útlitið hefur þó aldrei verið á kostnað innihaldsins og jafnvel höfundaréttarupp- lýsingar eru hin mesta skemmtilesning enda ritaðar í sjálfvísandi og með- vituðum stíl Eggers, sem er allt að því manískur í hreinskilni sinni. Tengsl útgáfunnar við Ísland náðu lengra en í framleiðslu3. Fimmtánda hefti tímaritsins, Íslandsheftið, innihélt efni eftir marga fremstu höfunda Íslands og útgáfan stóð fyrir fyrstu íslensku kvikmyndahátíðinni í San Fransisco. Eftir að hafa slegið í gegn með A Heartbreaking Work of Staggering Genius hefur Eggers skrifað fjölda bóka sem greinarhöfundur getur því miður ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.