Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 82
82 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð öll mannréttindabrot þess eðlis að þau græti fólk yfir fréttaannálnum á gamlárs dag. Góðgerðarsamtökin The Teacher Salary Project spruttu, eins og svo mörg góðgerðarsamtök, upp úr bók eftir Eggers 7, Teachers Have It Easy: The Big Sacrifices and Small Salaries of America’s Teacher sem kom út árið 2005. Samtökin beina sjónum sínum að slæmum aðbúnaði og launa- kjörum kennara, sem þau telja helsta orsakavald lakra gæða menntunar í almenna skólakerfinu í Bandaríkjunum. Auk þess að vera einn stjórnenda samtakanna framleiddi Eggers einnig heimildarmyndina American Teacher fyrir þau árið 2011. Einn helsti styrkleiki Eggers er hversu vel hann nær að hrífa fólk með sér. Hann er einlægur jafnt í skrifum sínum og gjörðum og engum dylst ástríða hans fyrir réttlátara samfélagi. Að öllum öðrum málefnum ólöstuðum er framlag hans til barnamenningar og menntunar ómetanlegt. Tugþúsundir barna geta þakkað honum, og því góða fólki sem hann safnar sér við hlið, að á rödd þeirra er hlustað. Strax í upphafi fékk hann þekkta rithöfunda á borð við Isabel Allende, Amy Tan og Khaleid Hosseini til að ritstýra og/eða skrifa formála að ritverkum krakkanna sem sóttu 826 Valencia og í dag er orðspor þeirra slíkt að stórstjörnur keppast um að taka þátt í verkefnum sem styðja við bakið á starfsemi samtakanna. Í eina öld hefur Houghton Mifflin bókaútgáfan gefið út The Best American ritröðina sem eru árleg safnrit ljóða, smásagna og annarra bókmenntagreina. Þegar leitað var til Eggers árið 2002 um að ritstýra nýrri seríu fyrir yngri lesendur, The Best American Nonrequired Reading, þá leitaði hann eðlilega áfram á náðir þessara yngri lesenda og kom á fót valnefnd 22 gagnfræða- og framhaldsskólanema sem hittu hann á vikulegum ritstjórnarfundum og völdu efnið í samráði við hann. Þann háttinn hefur hann haft á síðan og þegar Lemony Snicket tók við ritstjórnarkeflinu árið 2014 varð engin breyt- ing á enda nemendurnir margbúnir að sanna að þeir væru ekki síðri en nokkur annar til verksins. Smá frásögn til að brjóta upp greinina8 Eggers er duglegur að heimsækja skóla víða um Bandaríkin til að breiða út fagnaðarerindið um að lykillinn að bættum heimi séu hamingjusöm sam- félög, sem verða meðal annars til vegna hamingjusamra barna. Í einni slíkri heimsókn í grunnskóla í Detroit hlustaði hann á 6 – 10 ára börn segja sögur sem þau höfðu samið í söguklúbbi eftir skóla. Eggers fannst sögurnar svo skemmtilegar að hann fékk þær útprentaðar til að lesa fyrir fjölskylduna sína. Honum fannst sögurnar eiga erindi til stærri lesendahóps og því ákvað hann að hjálpa börnunum að gefa sögurnar út og síðastliðið haust kom út bókin Where Is It Coming From?, myndskreytt af Dave Eggers.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.