Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 84
84 TMM 2015 · 3
Gauti Kristmannsson
Nígeríubréf frá New York
Við Íslendingar höfum lengi átt mikil og góð samskipti við Nígeríu þótt
þau hafi verið mjög einhliða alla tíð. Alveg frá 1951 hafa Nígeríubúar keypt
af okkur skreið og annan fisk og nú síðast er makrílmarkaðurinn orðinn
afar mikilvægur.1 Með tilkomu Netsins tók svo
að bera á svokölluðum „Nígeríubréfum“, sem
svo voru kölluð, frá einhverjum svindlurum
sem reyndu að lokka upplýsingar út úr fólki og
voru vitaskuld ekkert endilega frá Nígeríu þótt
slík bréf hafi fengið þann stimpil sem hluti fyrir
heild. Við vitum almennt ósköp lítið um þetta
stóra viðskiptaland okkar, sem er fjölmennasta
ríki Afríku, með á að giska 175 milljónir íbúa
og á sér aldagamla menningu meðal þeirra fjöl-
mörgu þjóða sem landið byggja, en Nígería hefur
verið sjálfstætt þjóðríki frá 1960 eftir að landið
losnaði af nýlenduklafa Breta.
Nígerískar bókmenntir hafa heldur ekki verið áberandi í íslenskri bók-
mennta umræðu, hvað þá útgáfu, og það þótt Wole Soyinka hafi fyrstur
Afríku búa hlotið Nóbelsverðlaunin árið 1986, en eftir hann hefur birst eitt
ljóð í þýðingu Baldurs Óskarssonar og ein grein um hann eftir Sigurð A.
Magnússon ef marka má skráningar í gegnir.is. Sama má segja um aðra höf-
unda á borð við Chinua Achebe, Daniel O. Fagunwa, Femi Osofisan, Ken
Saro-Wiwa, Cyprian Ekwensi, Buchi Emecheta, Elechi Amadi og Ben Okri
svo aðeins kunnustu nöfnin séu nefnd.
Vonandi verður breyting þar á bráðum. Ein nýjasta stjarnan á himni
nígerískra bókmennta er Teju Cole sem birt hefur eina nóvellu Every Day is
for the Thief (2007) og eina skáldsögu Open City (2011). Hann fæddist 1975 í
Bandaríkjunum, barn nígerískra foreldra sem fluttu skömmu síðar til Lagos
þar sem hann ólst upp til sautján ára aldurs er hann flutti aftur til Banda-
ríkjanna. Cole er einnig ljósmyndari og listfræðingur, auk þess sem hann
hefur skrifað pistla í blöð og tímarit. Bækur hans hafa vakið mikla athygli,
ekki síst Open City sem hlaut Hemingway Foundation/PEN verðlaunin, sem
reyndar eru veitt bandarískum höfundum. Bækur hans hafa einnig hlotið