Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 90
90 TMM 2015 · 3
B ó k m e n n t a h á t í ð
löngum nafnaromsum af skáldum, heimspekingum, tónskáldum; en það er
öðru nær, allar vísanir lifa á lýsingunni og hugleiðingunum og það er kraftur
í frásögninni.
Cole knýr framvinduna með ýmsum hætti; hin klassíska tímalega er
vissulega fyrir hendi þótt ekki sé beinlínis um línulega atburðarás orsakar og
afleiðingar að ræða. Endurlitin til fortíðar og æsku fylla upp í persónuleika
sögumannsins smátt og smátt og þau eru á tilteknum merkingarsviðum og
byggja þannig upp merkingarkeðju, eins og t.d. þegar hann ræðir samband
sitt við móður sína. Sama má segja um tiltekna þætti sjónlýsingarinnar
í verkinu, við rekumst aftur og aftur á fugla borgarinnar og hann tengir
flandur sitt oft við hugleiðingar á tónverkum klassískra skálda, þegar hann
fer ekki beinlínis að hlusta á Simon Rattle stjórna Berlínarfílharmóníunni. Á
endanum fáum við nokkuð heilsteypta mynd af hugsandi manneskju, mynd
sem við lesendur getum túlkað að vissu leyti úr sömu nánd og fjarlægð og
sögumaðurinn skoðar umhverfi sitt og fólkið í kringum sig.
Saman tekið má vel lýsa báðum sögum sem samtvinnaðri þroskasögu
ungs manns sem lifir á mærum margra tilvera. Hann er ekki ólánsamur,
hann telst vissulega ekki til hvítrar forréttindastéttar, en hann hefur á sinn
hátt lifað hinn borgaralega draum um að komast til góðra mennta og fá stöðu
í samræmi við það. Það er vissulega ekki ameríski draumurinn svokallaði, en
langt umfram það sem piltungarnir á netkaffihúsunum í Nígeríu skrifandi
sín Nígeríubréf geta nokkru sinni látið sig dreyma um.
Tilvísanir
1 Sjá t.d. frétt í Dagblaðinu frá 19. 5. 1978: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=227628, sótt
24/7/2015.
2 Sjá nánar á vefsíðu höfundar, http://www.tejucole.com/about-2/, sótt 24/7/2015.
3 Sjá t.d. grein Alison Flood í The Guardian, 30/4/2015, http://www.theguardian.com/books/2015/
apr/30/charlie-hebdo-pen-award-salman-rushdie-twitter-scrap, sótt 20/8/2015
4 Teju Cole, Every Day is for the Thief, Lundúnir: Faber and Faber, 2015, s. 4.
5 Sjá nánar t.d. Paul Pedersen, The Five Stages of Culture Shock. Critical Incidents around the
World, Westport og Lundúnum: Greenwood Press, 1995.
6 Sjá nánar t.d. Victoria Christofi and Charles L. Thompson, „You Cannot Go Home Again: A
Phenomenological Investigation of Returning to the Sojourn Country After Studying Abroad“
í Journal of Counseling and Development, 85/1 (2007), s. 53–63.
7 Everyday, s. 155.
8 Sama rit, s. 161.
9 Walter Benjamin, „Verkefni þýðandans“, þýð. Ástráður Eysteinsson, í Fagurfræði og miðlun,
aðalþýð. Benedikt Hjartarson, ritstj. Ástráður Eysteinsson. Reykjavík: Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands, 2008, s. 185–201.
10 Homi Bhabha, The Location of Culture, Lundúnum: Routledge, 2002 [1994], s. 224, þýðing mín,
áður birt í „Á jaðrinum sjá menn yfir sviðið allt“ í Manfred Peter Hein, Að jaðri heims, þýð.
Gauti Kristmannsson, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Þýðingasetur HÍ, 2015, s. 175.
11 Sömu rit, s. 224 og 175.
12 Sjá t.d. ritdóm James Woods í The New Yorker, 28/2/2011, http://www.newyorker.com/magaz-
ine/2011/02/28/the-arrival-of-enigmas, 19/8/2015.