Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 94
94 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Sögusvið og persónur Sögusvið Helle Helle er oftast á jaðri dansks samfélags, félagslegum og/eða landfræðilegum jaðri. Sögusvið flestra sagnanna er dönsk landsbyggð, fjarri höfuðborginni. Þannig má finna áhugaverðar lýsingar á fámennissamfélagi í sögum Helle Helle og því hvernig utanaðkomandi er tekið í fámennissam- félögum. Þessi þáttur gerir sögur Helle Helle sérstaklega áhugaverðar fyrir íslenska lesendur. Ég geng ekki hér með konu með svitaband um hárið í algeru tilgangsleysi meðan myrkrið hellist yfir. Í skóm frá bænum Arden, ég keypti þá í fyrradag. Þeir voru í körfu fyrir framan verslunina Sport og snyrtivörur, þetta var eina parið sem var til. Því miður voru þeir hvor af sinni stærð, ég tók ekki eftir því í öllum flýtinum. Afgreiðslustúlkan kom út á stéttina með tusku, hún þurrkaði af körfunni. Ég elti hana inn í búðina og hélt á skónum, þeir voru fastir saman. Hún klippti þá í sundur. Í öðrum búðarglugganum var upphækkun, þar sat lítill hundur, hann horfði lengi á mig og snéri sér svo undan. Ég borgaði með korti. Það leið löng stund áður en greiðslan fór í gegn, við biðum. Afgreiðslustúlkan braut saman tuskuna, hún var gul. Ég hef ekki séð neinn brjóta saman tusku fyrr. Hún braut hana saman eins og dúk, hún slétti líka úr henni. Ég fór út úr búðinni með skóna í poka, ég gekk um göt- urnar. Ég hélt að það væri bakarí einhvers staðar. Ég fór inn á lestarstöðina af því að gatan endaði þar. Nokkur ungmenni með plastflöskur litu upp og héldu svo áfram að reykja. Skiltið á brautarpallinum sýndi að það voru fjörutíu mínútur í næstu lest, það var lestin sem gekk í norðurátt. Ég þvældist um stöðvarbygginguna, loftið var kalt og rakt. Afgreiðslustúlkan kom gangandi eftir gangstéttinni með litla hundinn í eftirdragi, nú var hann kominn í kápu. Hún leyfði honum að þefa af einhverju undir bekk, hún kannaði eitthvað í lófanum á sér á meðan. Þegar ég nálgaðist hana lyfti hún höfðinu og horfði beint framan í mig svipbrigðalaust. Ég bjó mig undir að kasta á hana kveðju. En hún sneri sér aftur að lófanum áður en af því varð. Hvis det er, 3. kafli Persónur Helle Helle eru nálægar og fjarlægar í senn. Lesandinn er settur inn í minnstu smáatriði sem þær taka sér fyrir hendur en fær ekki endilega upp- lýsingar um ýmis atriði sem yfirleitt eru talin skipta máli eins og til dæmis nöfn. Persónurnar eru yfirleitt afar venjulegt fólk, nærri því óvenjulega venjulegt, þær eru yfirleitt ekki menntaðar, oft ekki heldur í vinnu og í tveimur skáldsögum hennar hafa aðalpersónur flosnað upp úr háskólanámi. Persónurnar glíma yfirleitt við tilgangsleysi og eru uppteknari af því að haga lífi sínu í samræmi við það sem þær telja að ætlast sé til af þeim heldur en að taka ákvarðanir eftir eigin þörfum og löngunum. Þær eru yfirleitt ekki í sérstaklega góðu sambandi við sína nánustu og þær eru undan- tekningarlaust gríðarlega einmana en einsemdin þrífst ýmist í raunverulegri einveru eða samneyti við aðra, til dæmis maka. Þetta eina og hálfa ár sem ég var í námi leigði ég herbergi við höfnina í Næstved. Á virkum dögum borðaði ég helling af pastaskrúfum, á laugardögum sótti ég mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.