Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 129
Á d r e pa TMM 2015 · 3 129 Það er ýmislegt sem kemur flatt upp á áhorfanda við skoðun þessarar sýning- ar. Og kannski fyrst hve jákvæðar umsagnir um hana hafa verið, samanber kynningar og málamyndaumsagnir í dagblöðum, miðað við þau fjölmörgu hugmyndalegu, listrænu og safnafræði- legu álitamál sem hún veltir upp. Má vera að um sé að kenna framandleika „konseptsins“, ógagnrýninni nýjunga- girni sem hér þrífst eða lögmálum íslensks kunningjaþjóðfélags, eða öllu þessu til samans. Best er að segja það strax í upphafi að sérkennilegt er að þeir mætu aðilar sem í bróðerni véluðu um „framtíð sýningarhalds“ í Safnahúsinu skuli ekki hafa byrjað á því að draga rökréttar ályktanir af nýtingarmögu- leikum þess og misjafnri reynslunni af sýningarhaldinu þar á undanförnum árum. Sum sé að hentugast væri að gera það til frambúðar að miðstöð íslenskrar „bókmenningar“, þar sem finna mætti allt frá miðaldahandritum til bókverka nútíma myndlistarmanna og ótal tengi- liði bókmennta við aðrar listir. Kannski sú ráðstöfun verði ofan á þegar um hæg- ist í húsinu, eftir fimm ár eða svo. Ofan á allt annað er svo sérkennilegt að meðan tvö af opinberu söfnunum sex sem hér koma við sögu, Listasafn Íslands og Náttúrugripasafnið, berjast í bökkum, og það síðara raunar fyrir til- veru sinni, skuli fyrirfinnast opinberir fjármunir til kostnaðarsamrar óvissu- ferðar á borð við þessa sýningu. Kostn- aðurinn hefur ekki verið upp gefinn, en hann hleypur eflaust á mörgum tugum milljóna. Skilgreiningarvandi Í eftirsjá eftir þeirri tíð þegar söfnin kúldruðust hvert innan um annað í plássleysinu uppi í rjáfri Safnahúss, hafa aðstandendur sem sagt ákveðið að end- urtaka leikinn og fylla húsið með fram- lögum þeirra allra, í þetta sinn undir yfirskriftinni „íslenskur myndheimur“. Og sem fyrr gera allar ráðstafanir inn- andyra, hversu hugvitsamlegar eða kostnaðarsamar sem þær eru, ekki annað en árétta það sem allir vissu: aðstæður þar eru hreint ekki hliðhollar myndlistarefni. Fyrsti stóri ásteytingarsteinn sýning- argestsins er hugtakið „íslenskur mynd- heimur“, því þeim heimi virðast engin takmörk sett. Geirfuglinn, maríutásur á himni, leirmolar, uppstoppaður lax, vatnamælingaskúr, náhvalstönn; öll eru þessi fyrirbæri sögð vera „íslensk“, þótt hægur vandi sé að finna þeim stað í öðru „þjóðlegu“ eða „alþjóðlegu“ sam- hengi, vilji menn fara út í landafræði. En skilgreiningarvandinn fer vaxandi, því þessi fyrirbæri, sem í öðrum löndum eru ýmist flokkuð undir smíðisgripi – „artefacts“ – eða sýnishorn úr steina-og dýraríkinu, eru hér, ásamt með rituðum annálum, stóra manntalinu frá 1703, landakortum, uppdráttum landmæl- ingamanna, vettlingum, bréfum að handan og allrahanda smælki, þráfald- lega sögð vera „myndir“, eins konar „listsköpun“ alþýðunnar, margbreytileg „tjáning“. Þetta kallar annaðhvort á ný myndlistarleg viðmið eða afnám þeirra í nafni póstmódernískrar jafnaðarstefnu. En þótt þessi „íslenski myndheimur“, eins og hann er skilgreindur af sýning- arstjóra og söfnunum sjálfum, sé býsna víðfeðmur, þá má ráða af því sem segir í sýningarskránni að hann afmarkist fyrst og fremst af því sem finna má í þeirra ranni. Er þá litið framhjá munum í ótal söfnum um allt land, sem gætu haft umtalsverð áhrif á áherslur svona sýningar. Að a.m.k. einu leyti virðist þetta þrönga sjónhorn koma niður á heildinni, því í samantekt á veraldarsýn Íslendinga í aldanna rás yfirsést skipu- leggjendum að huga að tengslum þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.