Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 129
Á d r e pa
TMM 2015 · 3 129
Það er ýmislegt sem kemur flatt upp á
áhorfanda við skoðun þessarar sýning-
ar. Og kannski fyrst hve jákvæðar
umsagnir um hana hafa verið, samanber
kynningar og málamyndaumsagnir í
dagblöðum, miðað við þau fjölmörgu
hugmyndalegu, listrænu og safnafræði-
legu álitamál sem hún veltir upp. Má
vera að um sé að kenna framandleika
„konseptsins“, ógagnrýninni nýjunga-
girni sem hér þrífst eða lögmálum
íslensks kunningjaþjóðfélags, eða öllu
þessu til samans. Best er að segja það
strax í upphafi að sérkennilegt er að þeir
mætu aðilar sem í bróðerni véluðu um
„framtíð sýningarhalds“ í Safnahúsinu
skuli ekki hafa byrjað á því að draga
rökréttar ályktanir af nýtingarmögu-
leikum þess og misjafnri reynslunni af
sýningarhaldinu þar á undanförnum
árum. Sum sé að hentugast væri að gera
það til frambúðar að miðstöð íslenskrar
„bókmenningar“, þar sem finna mætti
allt frá miðaldahandritum til bókverka
nútíma myndlistarmanna og ótal tengi-
liði bókmennta við aðrar listir. Kannski
sú ráðstöfun verði ofan á þegar um hæg-
ist í húsinu, eftir fimm ár eða svo.
Ofan á allt annað er svo sérkennilegt
að meðan tvö af opinberu söfnunum sex
sem hér koma við sögu, Listasafn
Íslands og Náttúrugripasafnið, berjast í
bökkum, og það síðara raunar fyrir til-
veru sinni, skuli fyrirfinnast opinberir
fjármunir til kostnaðarsamrar óvissu-
ferðar á borð við þessa sýningu. Kostn-
aðurinn hefur ekki verið upp gefinn, en
hann hleypur eflaust á mörgum tugum
milljóna.
Skilgreiningarvandi
Í eftirsjá eftir þeirri tíð þegar söfnin
kúldruðust hvert innan um annað í
plássleysinu uppi í rjáfri Safnahúss, hafa
aðstandendur sem sagt ákveðið að end-
urtaka leikinn og fylla húsið með fram-
lögum þeirra allra, í þetta sinn undir
yfirskriftinni „íslenskur myndheimur“.
Og sem fyrr gera allar ráðstafanir inn-
andyra, hversu hugvitsamlegar eða
kostnaðarsamar sem þær eru, ekki
annað en árétta það sem allir vissu:
aðstæður þar eru hreint ekki hliðhollar
myndlistarefni.
Fyrsti stóri ásteytingarsteinn sýning-
argestsins er hugtakið „íslenskur mynd-
heimur“, því þeim heimi virðast engin
takmörk sett. Geirfuglinn, maríutásur á
himni, leirmolar, uppstoppaður lax,
vatnamælingaskúr, náhvalstönn; öll eru
þessi fyrirbæri sögð vera „íslensk“, þótt
hægur vandi sé að finna þeim stað í
öðru „þjóðlegu“ eða „alþjóðlegu“ sam-
hengi, vilji menn fara út í landafræði.
En skilgreiningarvandinn fer vaxandi,
því þessi fyrirbæri, sem í öðrum löndum
eru ýmist flokkuð undir smíðisgripi –
„artefacts“ – eða sýnishorn úr steina-og
dýraríkinu, eru hér, ásamt með rituðum
annálum, stóra manntalinu frá 1703,
landakortum, uppdráttum landmæl-
ingamanna, vettlingum, bréfum að
handan og allrahanda smælki, þráfald-
lega sögð vera „myndir“, eins konar
„listsköpun“ alþýðunnar, margbreytileg
„tjáning“. Þetta kallar annaðhvort á ný
myndlistarleg viðmið eða afnám þeirra í
nafni póstmódernískrar jafnaðarstefnu.
En þótt þessi „íslenski myndheimur“,
eins og hann er skilgreindur af sýning-
arstjóra og söfnunum sjálfum, sé býsna
víðfeðmur, þá má ráða af því sem segir í
sýningarskránni að hann afmarkist
fyrst og fremst af því sem finna má í
þeirra ranni. Er þá litið framhjá munum
í ótal söfnum um allt land, sem gætu
haft umtalsverð áhrif á áherslur svona
sýningar. Að a.m.k. einu leyti virðist
þetta þrönga sjónhorn koma niður á
heildinni, því í samantekt á veraldarsýn
Íslendinga í aldanna rás yfirsést skipu-
leggjendum að huga að tengslum þeirra