Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 131
Á d r e pa TMM 2015 · 3 131 sýningargripum stillt saman á jafnræð- isgrundvelli. Myndlistarefninu er ætlað það hlutverk að styðja við þær upplýs- ingar, heimildir, náttúrugripi og nytja- hluti sem dregið er saman úr hinum söfnunum fimm; vera svo mikið sem „myndlistarleg heimild“ um viðhorf þjóðar. Hvorki upphengingin né sýning- arskráin gera meira úr hlut myndverka í hverri „deild“ þessarar sýningar heldur en lúnum handritum, minningargripum úr mannshári eða gömlum Borgundar- hólmsklukkum við hliðina. Þessi tilhögun strandar nánast alls staðar á því að myndverk eru hvorki heimild né einskært handverk, heldur sköpunarverk með allt önnur tengsl við veruleikann en það efni sem geymt er í minjasöfnum. Myndverkin eru bæði margræð og óáreiðanleg, og því ótraust- ur vitnisburður um viðhorf eða tíðar- anda á tilteknu tímabili. Stundum fjalla myndverk meira að segja ekki um það sem þau sýna. Í deildinni „inn“, sem ætlað er að veita innsýn í bæði „heima- veröld“ og „hugarfylgsni“ alþýðunnar, er t.a.m. að finna tvær uppstillingar af ílátum, aðra eftir Kristínu Jónsdóttur, hina eftir Þorvald Skúlason. Í hvorugu tilfelli er raunverulegt viðfangsefni það sem myndirnar birta okkur, hluti á borði, heldur samræmi og samspil sér- tækra forma og lita. Í sér sjálfum hafa umræddir hlutir litla sem enga merk- ingu, eru aðeins verkfæri til útlistunar þessara þátta. Inn, upp, út og niður Eini hluti sýningarinnar sem sleppur að mestu við árekstra myndlistar, heimilda og handverks er deildin „upp“ á neðstu hæðinni – umfjöllunin um trúarhneigð og tilbeiðslu landsmanna. Sem er vísast vegna þess að þar er gegnumgangandi ákveðið og sameinandi „naífitet“ hand- verks og hugarfars, hvort sem litið er til gamalla tréskurðarmynda, skreytis eða nýlegra málverka og ljósmynda af ver- aldlegum og geistlegum „yfirvöldum“. Nútíma myndlistin verður ekki til þess að trufla þetta samræmi að ráði, nema ef nefna skyldi herskáa pólitíska ádrepu Rósku, Hlandblautar löggur (1967). Nánast alls staðar á sýningunni þar sem veigamikil myndverk koma við sögu, hefja þau sig upp yfir meint upp- lýsinga- eða heimildagildi, reyna á þol- mörk þess eða ganga þvert á það. Í áður- nefndri „upp“-deild er til dæmis að finna eitt af lykilverkum Kjarvals, Regin sund (1938). Í því getur að líta kvenkyns veru með geislabaug á sigl- ingu frá hrikalegum hulduströndum í humátt til okkar. Nákvæmlega hvað þessi mynd segir um trúarleg viðhorf Kjarvals eða íslenskrar alþýðu er langt í frá ljóst. Hins vegar eru nokkuð traustar heimildir um að hún hafi haft djúp- stæða persónulega merkingu fyrir lista- manninn; staðfesti á tregafullan hátt „reginsundið“ milli þeirra Tove, konu hans, hverrar „heilagleiki“ er áréttaður með áðurnefndum geislabaug. Í þessu tilfelli trompar einkaleg merking mynd- arinnar meint trúarlegt inntak hennar. Að sönnu má „nota“ myndina sem trúarlegt minni, þökk sé geislabaugnum, en þá fer forgörðum býsna margt annað í henni sem skiptir verulegu máli. Vilj- um við ekki hantéra myndlist þannig að öll formræn og merkingarleg blæbrigði hennar komist til skila? Annað dæmi er málverkið Á ögur- stundu (1987) eftir Jóhönnu K. Yngva- dóttur, sem er komið fyrir í deildinni „inn“, meðal verka sem eiga að vera birt- ingarmyndir drauma og ímyndunarafls landsmanna. En fyrir það hve úrvinnsla listakonunnar á eigin fjölskyldusögu, meinlokum og dauðabeyg er hatrömm og sérstæð, rekst mynd hennar illa í f lokki með hlutlausu heimildaefni. Í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.