Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 132
Á d r e pa 132 TMM 2015 · 3 þriðja lagi; tapast svo ekki talsvert af módernískri hugmyndafræði og marg- brotinni greiningu Ásgerðar Búadóttur á samsetningu og „áferð“ íslenskrar náttúru þegar veft hennar, Vúlkan, 1980 – staðsett í „niður“-deild –, er ætlað að eiga orðastað á jafnréttisgrundvelli við póstkort, plötuumslög og frímerki? Fleiri dæmi mætti tilgreina. Fyrst við erum á annað borð stödd í „niður“-deild verður einnig að segjast að þar er ekki einu sinni jafnræði með ljós- myndaefninu innbyrðis, því hluti af því efni er upprunalega fjölfaldað til dreif- ingar í prentmiðlum og á hljómplötum, „áreiðanleiki“ þess er því ekki hinn sami og „stakra“ ljósmyndaverka allt um kring, eins og Walter Benjamin minnti okkur á forðum daga. Deildaskiptingin „inn“, „upp“, „út“ og svo framvegis er ekki alltaf hjálpleg. „Aftur og aftur“ heitir deild á sýning- unni, grundvölluð á þeirri stóru stað- hæfingu að „listasagan (sé) lengst af saga endurtekninga“. Hér er „endur- tekning“ svo opið og sértækt hugtak að það er nánast merkingarlaust. Endur- tekning hvers? Hugmynda, viðhorfa, forma, lita eða myndefnis? Í reynd er verið að nota hugtakið til að tengja saman epli og appelsínur, eina ferðina enn: nær sjálfvirka endurtekningu tein- ungsins í skreyti og handverki fram eftir öldum og síðan ýmiss konar ferlis-og fjölföldunarhugmyndir nútímalista- manna. Vitaskuld eru ákveðin sjónræn tengsl milli Jónsbókarhandritanna sem prýða myrkvaðan sal á jarðhæð, og Vísi- rósa (1994) Bjarna Þórarinssonar á veggnum við hliðina, en markmið höf- unda eru gjörólík. Enda 600 ár á milli þeirra. Skipta markmiðin minna máli en yfirborðsleg líkindi verkanna? Þau líkindi eru ekki einu sinni fyrir hendi í vídeóverkum Ragnars Kjartanssonar og Hildar Bjarnadóttur, síbyljum sem virð- ast notaðar til að „poppa upp“ arfleifð- ina og veita höfundunum um leið braut- argengi innan hennar. Óreiða tilverunnar Aðeins á einum stað í húsinu, í sérstöku galleríi á efri hæð, fær myndverk að vera í friði fyrir áreiti frá heimildarefni og handverki. Þar getur að líta nýlegt myndbandsverk eftir Steinu Vasulka, sem er eins konar prívatferðalag hennar sjálfrar um títtnefndan „íslenskan myndheim“. Hér er um að ræða eins konar sífletti á fornu íslensku handriti í eigu Árnastofnunar, meðan listakonan filmar það, „feidar “ út og inn, skeytir saman og býr til „lúppu“ úr afrakstrin- um. Út úr þessu kemur dægilegt sjónar- spil í myrkvaðri stofu, hvar áhorfendur geta setið í þægilegum sófum. En sem myndverk stendur þessi hylling handrit- anna langt að baki margbrotnum nátt- úrutengdum verkum listakonunnar frá fyrri tíð; minnir helst á kynningarefni fyrir ferðamenn. Ljóst er að hugmyndalega séð er Sjón- arhorn að mestu reist á brauðfótum. En til er aðferð til að hafa ánægju af sýn- ingunni, nefnilega að taka markmið hennar og kaflaskiptingar ekki of alvar- lega né heldur tilraunir til að gæða hversdagshluti allra handa merkingum og heimildarvæða myndlist. Þess í stað ættu áhorfendur að nálgast hana með sama hugarfari og menn gerðu Wunder- kammer miðalda, tilviljunarkennd furðusöfn stórhöfðingja, þar sem ægði öllu saman: undarlegum fyrirbærum úr náttúrunni, myndverkum, forngripum, sögulegum minjagripum, jarteiknum, skrautmunum, alþýðulist og fundnum hlutum. Í sjálfum sér endurspegluðu þessi furðusöfn einungis óreiðu óflokk- aðrar tilveru og ímyndunarafl ( og ríki- dæmi) hvers safnara, hvers tilgangur var fyrst og fremst að vekja undrun, aðdáun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.