Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2015 · 3 Heilræði lásasmiðsins er ákaflega ber- sögul bók, sem greinir frá ástarsam- bandi sem Elísabet lendir í með hatta- gerðarmanni frá Bandaríkjunum. Þar koma skýrt í ljós erfiðleikar hennar við að setja mörk og hemja sig í tilfinninga- samböndum og hvernig hún bókstaf- lega týnir sér í þeim sem hún elskar. Eins og segir í Lásasmiðnum: „Þetta kvöld varð sársaukinn líkamlegur, ég lagðist í rúmið og fór að gráta yfir dauða föður míns. Ég skal aldrei fyrir- gefa þér að hafa dáið, sagði ég, þú læst- ir mig inni og hentir lyklinum.“ (23) Í sama kafla segir vinkona hennar við hana að hún þurfi að breyta þessari hugsun í „Ég læsti mig inni og gleypti lykilinn“ (29) og það verður henni tölu- verð opinberun. Í Engum dansi við Ufsaklett er hún beitt ofbeldi af elsk- huga sínum, en skýrast er ofbeldið sem hún beitir sjálfa sig, eins og segir í ljóð- inu Engill á síðu 58: Ég hef verið að reyna að leysa gátuna um kærastann og ég hallast að því að hann hafi verið mér sendur svo ég þyrfti ekki að sjá um ofbeldið gagnvart mér sjálf. Dauði föðurins er einn atburður sem birtist aftur og aftur í verkum Elísa- betar, en annar atburður hefur einnig haft djúpstæð áhrif á hana og kemur líka oft fyrir í bókunum. Sem ung kona veikist hún af geðsjúkdómi, er svipt sjálfræði og flutt á Klepp. Lokaða her- bergið er því ekki bara andlegt ástand, heldur var það eitt sinn raunverulegt. Eins og segir í ljóðinu Nafnlaust í Engum dansi við Ufsaklett þegar hún greinir frá einmanaleikanum sem sker hana sundur þegar elskhuginn fer á sjó- inn: Ég er bara alein inní herbergi og það er ekkert á veggjunum og þá man ég loksins hvaða herbergi þetta er herbergið 17. september 1979 á Kleppsspítala. (57) Fylgifiskar geðveikinnar, meðvirkni og afneitun, sorg og sjálfsefasemdir renna sem straumhart fljót um höfundarverk Elísabetar Jökulsdóttur. Í ljóðinu Ástin, í Engum dansi við Ufsaklett er hún svo ráðvillt og hefur runnið svo algerlega saman við elskhugann að hún veit ekki hvort hjartað er hennar og hvort er hans. (48) Hún fer aftur og aftur á bráðamóttöku geðdeildar, en þar er henni tjáð að hún hafi orðið fyrir þung- bærri reynslu og sé að reyna að eyða sjálfri sér. Meira bullið þetta um sköpun og eyðingu alla daga, kannski er ég að skapa mig eftir óljósum leiðum og eyða mér jafnóðum. Meira ruglið meira djöfulsins andskotans ruglið. (63) Sköpunarþráin helst í hendur við hina ómeðvituðu þrá um að tortíma sjálfinu og flýja inn í heim geðveikinnar. … bregð á leik og býð honum upp í dans Enginn dans við Ufsaklett kallast í mörgu á við Dans í lokuðu herbergi. Dansinn er í verkum Elísabetar tjáning sem felur í sér sköpun og kjark og í honum er von. „Aðgangur bannaður nema þeim sem gera það sem þeir vilja. Nema þeim sem þora að dansa á landa- mærunum.“ (Dans í lokuðu herbergi, 63) Í Engum dansi við Ufsaklett reiðist elskhuginn þegar konan bregður á leik og býður honum upp í dans (54). Dans-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.