Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 67
„ Á l a n d a m æ r a h a f i n u “ TMM 2016 · 2 67 húsinu, nema hún lagi sig að mælikvörðum hans og lúti hans vilja, Hún fær aldrei að segja sína skoðun. Hennar reynsla í eldhúsinu er metin að engu. Mælingaárátta og rökhyggja hans taka ráðin af lífrænum aðferðum hennar. „Ég hélt að kona yðar væri fötluð,“ segir þýski sölustjórinn (138).1 Og það er einmitt það sem hefur gerst – það er búið að gera hana fatlaða. Þetta minni sést ennþá gleggra í „Sögu handa börnum“, þar sem Svava vinnur úr þessari hugmynd á afar áhrifaríkan hátt. Hér er móðirin skorin upp af börnum sínum og heilinn tekinn úr henni af því börnin langar svo að sjá hvernig mannsheili lítur út, á meðan faðir þeirra hefur helst áhyggjur af að maturinn verði seinn á borðið. Heilamissirinn skiptir litlu fyrir hús- verkin og móðurhlutverkið, sem hún sinnir áfram eins og fyrr, en hann veldur því að hjartað í henni stækkar þangað til læknirinn verður að taka það líka. Og í ljós kemur að enginn í fjölskyldunni hefur áhuga á að fá hjarta móðurinnar. Þetta er boðskapur kvennabaráttukonunnar Svövu, boðskapur sem var nýstárlegur og hafði gífurlega mikil áhrif á sínum tíma – en hljómar kunnuglegar á okkar tímum, þó í fullu gildi sé enn. Hefði þessi boðskapur fengið annan búning, annað söguform, hefði sagan líklega ekki enst eins vel og lengi. Það er þessi sjokkerandi, gróteska aðferð sem gerir boðskapinn áhrifaríkan. Það sé ég vel þegar erlendir nemendur mínir lesa þessa sögu. Ég hef haft hana á leslistanum lengi, fyrst erlendis, þegar ég kenndi íslenskar nútímabókmenntir í þýðingum í London, og síðan hér heima. Það er ekki margt sem sjokkerar ungt fólk nú á dögum. En þessi saga kemur þeim í opna skjöldu, ár eftir ár. Sagan er líka gott dæmi um hvernig Svava beitir tungumálinu á afar snjallan hátt. Hún segir söguna eins og það sé ekkert eðlilegra en að börn skeri stóru tána af móður sinni á meðan hún er að hreinsa fiskinn til matar. En um leið afhjúpar hún þær hugmyndir sem leynast undir yfirborði tungu- málsins sem við erum hætt að taka eftir í hversdagsnotkun. Svava var því- líkur snillingur í að raungera daglegt myndmál: hún tekur orðatiltæki og málshætti bókstaflega. Móðirin í sögunni fórnar sér fyrir börnin sín. Bók- staflega. Húsverkin krefjast ekki heilabrota. Bókstaflega. Þegar elsti sonur hennar yfirgefur heimilið til að fara út í heiminn stígur hann bókstaflega ofan á hana á leið sinni út, og „það heyrðist soghljóð“ eins og segir í sögunni (121). Þannig fá lesendur að sjá fyrir sér afleiðingar þess sem við segjum – og hugsum, því tungumálið mótar hugsanir okkar. Og það er fyrst og fremst það sem skapar áfallið sem lesandinn verður fyrir. Hinn þægilegi, kunnug- legi raunveruleiki hversdagsins tekur allt í einu á sig aðra afar óhugnanlega mynd þegar við stöndum andspænis honum svona afhjúpuðum. En áhrifin skapast einnig af myndmálinu, sem er afar sláandi og ein- kennist af grótesku.2 Þessi stíll sem lýsir því sem er kynlegt, furðulegt, óhugnanlegt og jafnvel viðbjóðslegt, á rætur að rekja til fornrómverskrar menningar, og tengist hnignandi menningu, þar sem fólk heldur enn í trú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.