Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 69
„ Á l a n d a m æ r a h a f i n u “ TMM 2016 · 2 69 heim: „Hún setti engin gluggatjöld fyrir gluggann; bláminn var alla tíð inni hjá henni og þegar hún sat við gluggann bjó hún sjálf í landslaginu og var hluti af myndinni“ (125). Innra og ytra sjálf Hallveigar eru í samræmi – þau endurspeglast fullkomlega. En svo koma gömlu vinkonurnar í heimsókn. Og húsakynni Hallveigar vekja furðu þeirra. Af hverju býr hún í blokk og eru þau hjónin ekki búin að kaupa sér hús? Af hverju eru þau ekki með marmaragólf? Og eru þau ekki alveg búin að koma sér fyrir, því það vantar gardínur og svoleiðis. Þegar Hallveig reynir að útskýra að í Frakklandi séu allir með gömul trégólf og henni finnist útsýnið hér svo fallegt að hún tími ekki að vera með gardínur dettur á þögn: „[Vinkonurnar] litu undan líkt og ósæmilegt orðbragð hefði borizt þeim til eyrna“ (127). Hallveig fer að finna fyrir óöryggi, og upp frá því líður henni aldrei eins í íbúðinni eða með sjálfri sér. Rödd samfélags hefur látið að sér kveða í gegnum vinkonurnar, og óöryggið tekur völdin. Hallveig verður að laga sig að lögum neyslusam- félags nútímans, þar sem aðeins það sem telst vera nýtt og flott hefur gildi. Líf hennar breytist í kapphlaup. Í lok sögunnar er hún svo heltekin af því að búa til hina fullkomnu tertu að hún gleymir að klæða sig og er líka búin að gleyma að hún á von á vinkonum sínum það kvöld. Þegar hún kemur úr eldhúsinu er glugginn eins og risastór spegill, og í þessum spegli sér hún vinkonurnar horfa inn. Spegilmynd hennar er ekki lengur hún sjálf heldur augnaráð annarra. Hún er farin að spegla sig í áliti annarra, og mynd Íslands er orðin að mynd samfélagsdómara. Rauði þráðurinn í verkum Svövu er, að mínu mati, sálarlíf í nútímaheimi sem stjórnast af neysluhyggju og sýndarmennsku – og hvernig við reynum að gefa lífi okkar merkingu í þessum heimi. Og þegar kemur að þessum atriðum glímum við alveg við sömu vandamálin og fólk gerði fyrir tveimur, þremur, fjórum áratugum, sem er ein ástæðan fyrir því að sögur Svövu hafa ekki misst áhrifamátt sinn. Um daginn lét ég erlenda skiptinema á kynningarnámskeiði um íslenska menningu lesa fjórar sögur eftir Svövu og ræða svo sögurnar í hópum í tíma, áður en ég kynnti Svövu og samhengi verka hennar. Ein þessara sagna var „Veizla undir grjótvegg“. Hún fjallar um Snorra sem kemur heim úr vinnu þegar fyrir dyrum stendur veisla til að sýna nýja húsið sem þau hjónin voru að byggja. Snorri er alveg miður sín, því þau hafa í raun ekki efni á að halda neinar veislur – launin hans duga ekki í svona flott og dýrt hús. Helsta tákn um þetta er veggurinn í stofunni sem er hlaðinn úr grjóti úr Búlandstindi á Austfjörðum, en eins og nokkrir hafa bent mér á voru slíkir veggir mikið stöðutákn á Íslandi á þessum tímum, ekki síst ef veggurinn var úr „Drápu- hlíðargrjóti“. Hjónin hafa sem sagt eytt öllum peningum sínum í að flytja grjót að austan til að byggja stofuvegg sem þjónar aðeins því hlutverki að vera sýnisgripur. Og ekki voru nemendur lengi að átta sig. Fyrsta spurning sem kom upp: var þessi saga ekki örugglega skrifuð rétt fyrir hrun? Nemendur sögðu að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.