Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 70
D a i s y N e i j m a n n 70 TMM 2016 · 2 sagan fjallaði um byggingarbólu, um það að nota hús og heimili til að sýna og að stæra sig af, um samfélag þar sem allt snýst um yfirborðið – og tóm- leikann undir yfirborðinu. Þeim fannst hún ekki aðeins nútímaleg heldur líka mjög alþjóðleg: saga sem fjallar um afleiðingar efnishyggju og neyslu- menningar – þannig gæti hún hafa verið skrifuð hvar sem er í vestrænum heimi í dag. En þessi saga kom sem sagt út árið 1967. Sem segir okkur e.t.v. tvennt: að nýtt ríkidæmi eftirstríðsáranna var ekki síður 1967 en 2007, og að Svava hafði einstakt lag á að beina athygli að atriðum sem eru hvorki tíma- né staðbundin heldur eiga enn erindi við okkur í dag – Íslendinga jafnt sem aðrar þjóðir. Sögupersónur Svövu eiga það til að líta til náttúrunnar til að gefa tilveru sinni aftur merkingu og brúa bilið milli fortíðar og nútímans, borgarinnar og sveitarinnar, eins og „Útsýnið“ og „Veizla undir grjótvegg“ eru góð dæmi um: útsýnið í annarri sögunni og grjótvegginn í hinni má einnig skoða sem tilraun til að flytja náttúruna inn til sín, inn í efnislegan gerviheim. En grjót- veggurinn er margrætt og mjög Svövulegt tákn, ef mér leyfist að kalla það svo. Hann er ekki aðeins sýnisgripurinn sem kemur hjónunum á hausinn eða leið til að nálgast náttúruna í borginni, heldur er hann líka veggurinn sem er kominn á milli hjónanna. Enn eitt dæmi um orðatiltæki sem er raun- gert, tekið bókstaflega, til að kippa okkur úr sjálfvirkni hversdagsleikans og fá okkur til að sjá með nýjum augum hvað er að gerast í raun, afleiðingar efnishyggju og firringar. Kapphlaupið um að standa sig í þessu samfélagi gerir hjónin bæði villt og örvæntingarfull en önnur gildi vantar. Tengslin við gamla bændasamfélagið og gildismat þess eru rofin, en ekkert hefur komið í staðinn. Þetta veldur óöryggi. Hús og veggir mynda fyrst og fremst skjól, en hús og grjótveggur þessara hjóna bjóða ekki upp á skjól, heldur eru dæmi um steinrunnið líf tveggja manneskja og skilin milli þeirra. Steinar gegna mikilvægu hlutverki í verkum Svövu. Fyrir mér voru steinar alltaf harðir og dauðir hlutir, sumir mjög fallegir að vísu, en þó harðir og dauðir. Það hafði mikil áhrif á mig þegar ég las í viðtali við Svövu að hún hafði gjörólíkt viðhorf til steina: hún leit á þá sem lifandi.4 Þetta viðhorf sótti hún til sagnorðsins „að steinrenna“, sem sýndi að hennar mati ferlið þar sem rennandi líf steinefnis krystallast smám saman og verður að steini. Í steinum sameinist þannig andstæðurnar dauði og líf. Og hið sama má auðvitað segja um hraun. Kannski þarf að alast upp í eldfjallalandi til að þróa þannig við- horf til steina og grjóts og hrauns – að þeir séu gæddir lífi, og að í þeim búi líf. Og að hlusta á steinana tala, eins og Þórbergur Þórðarson. Ég hef alla vega aldrei horft til steina á sama hátt. Í sögunni „Endurkoma“ úr smásagnasafninu Undir eldfjalli frá 1989 er aðalpersónan Anna í flugrútunni á leið til Reykjavíkur eftir áratuga dvöl erlendis og lítur út um gluggann á hraunbreiðurnar: „Steinninn afskipta- laus og ógestrisinn hratt frá sér öllu nema mosanum sem af þrautseigju vafði hann mjúkum föstum örmum og breiddi yfir hann marglit klæði sín“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.