Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 82
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 82 TMM 2016 · 2 henni til hagsbóta sem máttu engu að síður ekki vera of gagngerar.10 Í umfjöllun í Danmörku um verk Aakjærs hafa þau verið sett undir hatt átt- haga bókmennta (eða átthagamenningar) sem stundum er litið á sem þátt innan bókmenntastefnu lífhyggjunnar (vítalismans). Norræn átthagaskáld á fyrri hluta aldarinnar beindu sjónum sínum, líkt og Aakjær, að rótum nútímamannsins í sveitinni, tengingu hans við samþætta heild umhverfis og mannfélags auk þess sem þau lögðu áherslu á hið rómantíska og þjóðlega. Hugmyndafræði þeirra þykir að töluverðu leyti upprunnin frá ákveðnum armi þýsku þjóðernishreyfingarinnar sem kenndur hefur verið við hugtakið „völkisch“ (á þ. völkische Bewegung, sem á íslensku mætti ef til vill útleggja sem „þjóðfylkingu“). Hugmyndirnar voru þó almennar og í hávegum hafðar af ýmsum flokkum og einstaklingum á meginlandi Evrópu upp úr aldamótum og á millistríðsárunum. Andúð á tæknihyggju var stór þáttur norrænnar átthagamenningar, sem og þýskrar hliðstæðu hennar, hún álitin lífsfjandsamleg og ýta undir niðurbrot á einhvers konar lífrænu samspili sem gert var ráð fyrir á milli náttúru og menningar. Tæknivæðing í stór- borgum nútímans þótti brjóta þennan samleik upp í vélræna parta á meðan lífsheildin, sem tryggð væri í sveitinni, landið, moldin, blóðið og þjóðin sjálf, varð tákn sköpunar og frjósemi. Samfara fór tignun á lífi bóndans sem þótti standa nær uppsprettum lífsins og þjóðarinnar í sveitinni og hafa yfir að ráða eðlisbundinni þekkingu á náttúru ættjarðarinnar.11 Einn frægasti rithöfundur og áhrifamaður átthagakúltúrsins á Norður- löndum var Norðmaðurinn Knut Hamsun (1859–1952). Í einni þekktustu bók sinni, Gróður jarðar (1917), upphóf hann erfitt líf dugnaðarforksins Ísaks á harðbýlisjörð í norðurnorskri sveit og gerði mikið úr einingu persónu og umhverfis andspænis sundurleysi þéttbýlisins. Óhætt er að líta á þessa bók sem lykilrit norrænna átthagabókmennta en hugmyndirnar sem Hamsun boðaði þar féllu vel í kramið hjá íslenskum menntamönnum þessa tíma, svo sem hjá Sigurði Nordal (1886–1974), og þá ekki síst andúðin í garð borgar- væðingar.12 Guðmundur G. Hagalín deildi þessu dálæti á Hamsun og má í því sambandi vísa í þrískipta grein hans í tímaritinu Austurlandi árið 1921 þar sem hann lofaði dirfsku hins norska skáldjöfurs og sagði að þar væri á ferð „[…] stærsti, sjálfstæðasti og merkasti andi Norðurlanda […].“13 Sem kunn- ugt er tók Hamsun afstöðu með nasistum á stríðsárunum en stefna völkisch- hreyfingarinnar frá því fyrir heimsstyrjöldina fyrri höfðaði til þeirra líkt og annarra þjóðernissamtaka á hægri væng stjórnmálanna. Hugsjónir af þessu tagi, andúð á vélvæðingu og löngun til afturhvarfs til sveitanna, voru þó eins og áður segir útbreiddar á meðal ólíkra aðila í Evrópu sem fæstir áttu margt sammerkt með nasistum. Engu að síður vöktu fullyrðingar að stríði loknu um tengsl manna við sjónarmið átthagamenningar stundum hörð viðbrögð á Norðurlöndunum, ekki síst í Noregi. Erfitt reyndist að horfa með öllu fram hjá því að viðmið henni náskyld grundvölluðu að verulegu leyti svonefnda „Blut und Boden“-hugmyndafræði (blóð og jörð) sem reynt hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.