Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 85
Á t t h a g a s k á l d i ð G u ð m u n d u r   G . H a g a l í n TMM 2016 · 2 85 og hverfist frásögnin að miklu leyti um þessar deilur og þær hremmingar sem Sturla og fjölskylda hans lenda í vegna þeirra og ótíðar sem leiðir af sér lélegt heyfall. Erfiðleikarnir og stöðugt strit fyrir viðurværinu tekur á og þau komast ekki með öllu klakklaust í gegnum harðan veturinn. Í lokin þegar allt er um garð gengið stendur faðirinn þó uppi sterkari og þroskaðri en nokkru sinni. Allt til þessa hefur hann grundvallað lífsstefnu sína á eigin sjálfstæði og talið sér trú um að unnt sé að yfirvinna allar þrautir einn og óstuddur. Áföllin sem hann gengur í gegnum verða hins vegar til þess að á hann renna tvær grímur og honum afhjúpast að sem einstaklingi eru honum sett ákveðin takmörk. Hagalín fer mikinn í lýsingum á styrk Sturlu þar sem hann ber sjávar- bóndann saman við landið sem hann erjar af miklum móð. Er hann bein- línis sagður „[…] hrikalegur eins og drangarnir, sem standa þarna hér og þar í brimgarðinum undir hlíðunum og holskeflur óminnilegra tíða hafa sorfið frá forbergi hins fasta lands.“26 Atburðir vetrarins hrinda af stað eins konar „sálarhreinsun“ innra með Sturlu og í lokin verður honum ljóst að þrátt fyrir allan sinn kraft verði hann í bandalagi með öðrum hluti enn máttugri heildar. Lyktir sögunnar bera þannig með sér hugsjónir í anda þeirrar félagshyggju sem höfundurinn talaði fyrir á vettvangi stjórnmálanna á millistríðsárunum. Ofurmennskan sem einkennir Sturlu er enn fremur dæmigerð fyrir persónur úr fleiri verkum hans, eins og fjallað verður nánar um hér á eftir, og má segja að hér sé á ferð hinn dæmigerði „hagalínski“ kraftakarl sem ávallt ber svip af stórbrotnu umhverfi sínu. Þessi stöðuga samþætting á milli persóna og móðurjarðarinnar ber vott um eins konar viðleitni til að vilja tjá hrikaleika íslenskrar náttúru með beinum hætti í stíl og ljá þeirri hugmynd vægi að landsmenn bæru að upplagi keim af óblíðum öflum hennar. Þegar kona Sturlu verður úti skammt frá bæ þeirra gerir hryggðin hann fyrst um sinn einrænni og leitar hann hjálpræðis um skeið í erfiðisvinnu. Amstrið gerir hann enn líkari náttúrunni og verður útlit hans „[…] ferlegt og óhugnanlegt [… og] [h]reyfingarnar […] þunglamalegar og því nær eitthvað tröllslegt við þær.“27 Að endingu þarf hann þó að hafa sig allan við til að geta haldið aftur af tilfinningum sem brjótast um í sálarlífinu en þá læsir þung- lyndið í hann klóm sínum og hann verður „[…] eins og djúp og dimm gjá, þar sem upp úr myrkrinu [… leggur] nístingsgust furðuþrungins óhugnaðar […].“28 Sálin, líkaminn og landslagið mynda þannig heild og einingu sem endurspeglast í ásýnd Sturlu og yfirbragði. Hann er ekkert aðskotadýr í vestfirskri náttúru heldur jafn óaðskiljanlegur hluti hennar og drangarnir og gjóturnar allt í kring. Þegar hann sækir lífsbjörgina á sjóinn etur hann stöðugt kappi við ógnir Ægis en í krafti reynslunnar hefur hann tileinkað sér djúprætta þekkingu á brögðum sjávarguðsins og getur því séð við lymsku hans. Í kafla þar sem sonur Sturlu fer með honum í róður er þessi innsýn hans í duttlunga náttúruaflsins eftirtektarverð. Þar nemur drengurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.