Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 100
J ó n K a r l H e l g a s o n 100 TMM 2016 · 2 Athyglisverðasti prósatexti Elíasar sem Þorsteinn birtir frá þessum tíma er þó, að mínu mati, fyrstu persónu frásögn sem ber titilinn „Einn“ og er skrifað árið 1943. Sögumaður byrjar á því að sviðsetja sjálfan sig sitjandi inni, líklega við skriftir, við dauft olíulampaljós. Hann lýsir sér sem einfara sem fari oft í göngutúra vestur í bæ eða suður til Hafnarfjarðar. Síðan segir: „Ég vil endurtaka það, að mér er einkum gefið um að draga mig í hlé og fara fárra manna slóðir. Veldur þessu meðfædd mystisk tilhneiging og vottur af kynvillu.“21 Í kjölfarið rifjar sögumaður upp þegar hann gekk eitt kvöldið í flasið á fagureygðum manni á Hverfisgötunni og ákvað að elta hann. Hann var hár og grannur, nokkuð hvatlegur í hreyfingum, skálmaði og var allmjög lotinn í herðum. Hann var í svörtum yfirfrakka, nokkuð flegnum í hálsinn, trefilslaus svo hvítur flibbi og dökkt bindi sáust. Á mjóum hálsinum sat frekar lítið höfuð og á höfðinu sat grár barðastór hattur með svörtum borða. Börðin slúttu fram og var uppandlitið í skugga, en sjá mátti strax, að hann gekk með gleraugu, og það var útaffyrir sig ekkert skrýtið, hefðu þau verið annað en umgjörðin tóm. Hann var með glerlaus gleraugu! Var maðurinn bandsjóðandi vitlaus – eða fullur? Eða var hann kannski sérvitur, heimspekingur?22 Eftirförin leiddi sögumann fyrst inn á skuggalega baklóð þar sem ungi granni maðurinn virtist búa í niðurgrafinni kjallaraíbúð en síðan aftur út á götu. Þar kveikti granni maðurinn sér í sígarettu undir ljósastaur og steig svo inn í aðvífandi fólksbifreið; Dodge, módel 1942. Heimkominn segist sögumaður hafa „háttað og ætlað að sofna. En svefninn var mér fjarlægur því granni maðurinn í kjallaranum við Hverfisgötuna hélt fyrir mér vöku.“23 Tveimur vikum síðar segist sögumaður svo hafa séð granna manninn að nýju inni á Hressingarskálanum, nema hvað í þetta sinn voru komin gler í gleraugun hans. Fljótlega staldraði ung stúlka við borðið hjá granna mann- inum en eftir að hún var horfin á braut stóð hann upp og sögumaður læddist sem fyrr í humátt á eftir. En hvað skeður? Hann staðnæmist fyrir framan Hressingarskáladyrnar, stendur þar á að giska mínútu, en þá rennur bíll að gangstéttinni og bílstjórinn opnar hurðina og dularfulli náunginn fer upp í. En það sem merkilegast var, var þetta: Bíllinn virðist sá sami og fyrra kveldið – Dodge, módel 1942. Hér fór auðsjáanlega allt fram samkvæmt fyrirframgerðri áætlun.24 Á þessum orðum lýkur þessari „bíómyndarlegu“ frásögn; hún er vissulega endaslepp en gefur fyrirheit um það borgaralega sögusvið reykvískra kaffi- húsa, biljarðstofa og gildaskála sem Elías átti eftir að kortleggja betur í skáld- sögum sínum á næstu árum, ekki síst í Vögguvísu (1950). Einnig vísar sagan, líkt og fleiri textar frá þessum tíma, fram á veginn til umfjöllunar Elíasar um samkynhneigð og narkissisma í Eftir örstuttan leik og næstu skáldsögu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.