Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 30
Þ o r g e i r Tr y g g va s o n
30 TMM 2017 · 3
með ofsa Óþellós, örvæntingu Desdemónu og fláttskap Jagós. Eins virðist
ljóst að þessi útlegging er vægast sagt ónákvæm og mun auk þess tæpast
eldast vel á prenti.
Neðan þindar
Shakespeare er blanda af klassísku orðfæri og slangi þess tíma, einhvernveginn hár-
rétt blanda … að reyna að fylgja honum eins vel og hægt er, en um leið gera þetta
skiljanlegt. Ég var náttúrulega alltaf að hugsa um „skiljanlegt fyrir áhorfendur í dag“.
Hallgrímur Helgason í Kiljunni 14. febrúar 2017
Ef eitthvað eitt greinir þýðingu Hallgríms frá þeim eldri er það afstaða hans
til tvíræðni og kynferðislegra vísana. Þær er víða að finna í verkum Shake-
speares, þó tíminn hafi veðrað þær margar. Eðlilega er kynlífstal áberandi
í Óþelló, sem öðrum leikritum skáldsins fremur fjallar um kynferðislega
lausung og afleiðingar hennar. Ætli nokkur persóna í höfundarverkinu
klæmist eins ötullega og Jagó? Hann á í það minnsta frægasta dónaskap
Shake speares, strax í upphafi verksins:
Even now, now, very now, an old black ram
is tupping your white ewe!
1.1.87–88
og
I am the one, sir, that comes to tell you your daughter and the Moor are now making
the beast with two backs.
1.1.114–115
Hér fer ekkert milli mála. Engin tvíræðni í spilinu.
Matthías:
Því gamall, svartur hrútur er að hnippa
í hvítu ána þína, rétt í þessu;
og
Maður, sem kom til að láta yður vita, að dóttir yðar og Márinn eru að leika „tví-
hryggjaða dýrið“.
Helgi:
Einmitt nú glingrar gamall svartur hrútur
við gimbrina yðar hvítu.
og