Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 12
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 12 TMM 2017 · 3 hafði ég kynnst manninum mínum sem var við nám í Þýskalandi og ég endaði hjá honum í Göttingen í þáverandi Vestur Þýskalandi. Þar bjuggum við í sjö ár og ég eignaðist báða drengina. Ég lærði þýsku en lítið varð úr formlegu námi með tvö lítil börn og mann í doktorsnámi en ég las og skrifaði og lauk B.A. prófi í dönsku og þýsku þegar við komum heim. Þá höfðum við líka búið í Noregi. Seinna fór ég í Leiðsögu- skóla Íslands og vann grimmt við leiðsögn nokkur sumur. Hvenær vildirðu verða rithöfundur? Ég var alltaf að búa til sögur og skrifa en einbeitti mér ekki gagngert að ritstörfum fyrr en ég bjó upp á Skaga með eiginmann, þrjá krakka og gamal- menni á heimilinu. Þá var Iðunn systir byrjuð að gefa út barnabækur og ég ákvað að prófa líka að skrifa. Sennilega hefði ekki orðið neitt úr neinu hefði ég ekki unnið Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Franskbrauð með sultu. *** Viltu lýsa í fáum orðum hvernig fyrstu sautján ár þessarar aldar birtast þér? Árin í byrjun aldarinnar voru að mörgu leyti uppgangsár en hrunið er það fyrsta sem kemur upp í hugann – hrunið breytti miklu en hefði þurft að breyta fleiru í hugarfari okkar. Vonandi á sú breyting eftir að gerast. En síðasta öld – tilfinning þín fyrir henni? Mig hefur oft dreymt um að komast í tímavél og staldra við hér og hvar, það er svo margt sem hefði verið gaman að líta augum. Öldin var spennandi en kannski er það bara rómantík okkar sem heima sitjum. Það var ekkert rómantískt við stríðin sem voru háð og við lesum um sem sögur. En samt. Ég hefði viljað vera í Berlín á milli stríða og vildi hafa haft hugrekki til að dvelja í Moskvu og fleiri Austantjaldslöndum fyrir hrun Járntjaldsins. Hefur eitt tímabil mótað þig betur en önnur? Óneitanlega detta manni fyrst í hug breytingarnar sem kenndar eru við árið 1968. Þótt ég sé ekki skilgetið afkvæmi 68-kynslóðar mótaðist ég af henni. Hún breytti svo mörgum viðhorfum og hugsanaganginum í sam- félaginu. Núna mörgum árum seinna kristallast enn fyrir mér hvað stórt heljarstökk var tekið á þessum tíma. Og nú er ef til vill stokkið til baka eða hvað? Já, ég er ekki frá því. Ég lýsi stundum eftir hugsjónum: hvað varð af hug- sjónunum? Við erum komin á bólakaf í græðgissamfélagi kapítalismans. Viðsnúningurinn gerist vonandi en varla fyrr en eftir minn dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.