Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 49
E k k i p i s s a h é r ! TMM 2017 · 3 49 Enn virtist enginn hafa migið á vegginn – en það var auðvitað ekki nema von. Þegar þeir sáu að það var bíll á stæðinu og að það mótaði fyrir mann- eskju inni í honum voru þeir ekkert æstir í að láta vaða. Sasha var samt viss um að einn eða tveir myndu láta sjá sig. Hún þurfti bara að bíða þolinmóð. Það styttist í dagrenningu og hún gat bara engan veginn haldið lengur í sér. Hún vissi að það var ekkert almenningsklósett í grenndinni og þess vegna pissaði fólk bara hvar sem var. Hún hafði aldrei áður haldið í sér svona lengi, því hún vissi að þá fengi maður blöðrubólgu. Hún gretti sig. Hún velti því fyrir sér að yfirgefa bílastæðið og aka á næstu bensínstöð, en svo datt henni í hug að sá sem væri vanur að pissa þarna gerði það að öllum líkindum í birtingu. Eftir því sem hún hélt lengur í sér fannst henni hún vera nær því að missa tökin. Bráðlega fór hún að finna fyrir einhverju í klofinu. Vöðvarnir í píkunni voru að herpast saman. Grípa. Hún klemmdi aftur augun og muldraði: „Í Guðs bænum, Sasha, ekki pissa hér …“ *** Þennan dag fór hún ekki í búðina frekar en venjulega um helgar. Allt þetta með að fólk pissaði þar sem því sýndist beint fyrir framan búðina hennar, það gerði hana stressaða. Hún varð að reyna að slaka á og hreinsa hugann. Hún var ánægð með að Matta hefði farið út með börnin. Þá hafði hún smá tíma fyrir sjálfa sig, til að slappa af. Kannski gæti hún gert eitthvað skemmtilegt. Hún hafði enn ekki farið á klósettið. Hún hafði ekki einu sinni farið fram úr um morguninn þegar maðurinn hennar og börnin voru á leiðinni út, hún veifaði bara til þeirra úr rúminu. Og hún hafði haldið í sér allan tímann. Venjulega leyfði hún sér aldrei að halda í sér. Venjulega sagði hún sjálfri sér að um leið og sér yrði mál yrði hún að drífa sig beint inn á bað og pissa. Jafnvel áður en henni varð sérstaklega mikið mál, skikkaði hún sjálfa sig samt til að fara inn á baðherbergi, setjast á klósettið og pissa. En alveg síðan þarna um nóttina í bílnum þegar hún var að bíða eftir því að einhver kæmi og migi á bílastæðið hennar, var hún farin að njóta þess að halda í sér. Henni fannst gott að finna vöðvana í kringum píkuna herpast saman, leika sér með þrýstinginn. Því lengur sem hún hélt í sér, því lengur sem hún lék sér með vöðvana í kringum píkuna, þeim mun betra var það. Þetta var eins og bjartur dagur að brjótast fram í morgunsárið. Sasha fór fram úr og inn á baðherbergið. Læsti dyrunum innan frá. Hún afklæddist og settist á klósettið. En hún pissaði ekki. Hún hélt áfram að halda í sér. Vöðvarnir í píkunni bærðust, gripu og slepptu til skiptis. Henni leið eins og hún væri að fljúga og eftir því sem hún flaug lengur sveif hún hærra. Hún fór að anda hraðar. Hún muldraði eitthvað ógreinilegt. Síðan heyrði hún sjálfa sig blása aðeins úr nös. Hún var þreytt. Hún hallaði sér upp að vatnskassanum. Henni leið eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.