Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 42
42 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Þetta er öðru fremur leið höfundarins til að endurvekja sögu þessarar per- sónu – og jú til að fá hana til að kveða niður illan anda sem lifði hana og kemur í veg fyrir að afkomendur hennar geti gert upp erfiða fortíð. Sagan af Dewi Ayu er tengd glötuðum ástum í gegnum goðsagnakennda frásögn þar sem innfæddir elskendur skiljast að vegna þess að stúlkan er numin á brott af hollenskum manni sem hefur hana síðan fyrir hjákonu í sextán ár. Þessi lostafulli og gráðugi maður reynist vera afi Dewi Ayu. Ayu neyðir síðan kokkálaða elskhugann til að giftast sér þegar hann er orðinn gamall maður og unnustan löngu búin að fleygja sér fyrir björg sökum þess að hún fékk ekki afborið að hafa verið saurguð af þeim hollenska 1792 sinnum. Ayu hafði heillast af ekklinum gamla áður en hún svo mikið sem sá hann af því að amma hennar unni honum svo heitt. Þetta virðist skírskotun til þess sálartjóns sem nýlenduherrarnir urðu valdir að og er raungert í illum anda sem leitar hefnda gegn afa Ayu, þeim sama og hún ólst upp hjá vegna þess að foreldrar hennar, sonur Hollendingsins og innfæddrar unnustu hans, skildu hana eftir á dyraþrepi hjá afa sínum og ömmu þegar hún var hvít- voðungur og stungu síðan af. Japanar neyða Ayu upphaflega til að gerast hóra og sakir fegurðar sinnar verður hún fljótt eftirsóttasta hóran í hinni uppdigtuðu Halimunda-borg. Eðli málsins samkvæmt úir og grúir af kynlífs- senum í bókinni, en reyndar eru þær ekki sérlega berorðar. Höfundur dregur upp mynd af fólki sem lítur á kynhvötina sem óumflýjanlegan part af mann- lífinu, part sem ekki þarf að fara dult með og sama gildir raunar um aðrar búksorgir. Eiginkonurnar í borginni eru sagðar þakklátar Ayu fyrir að veita hvötum manna sinna útrás og Ayu réttlætir starf sitt með því að það komi í veg fyrir að karlar þurfi að taka sér hjákonu en það varð einmitt kveikjan að hinum glötuðu ástum sem nefndar eru í upphafi þessarar efnisgreinar. Auð- vitað er þó pólitísk vídd í kynlífinu, konur eru teknar eignarnámi og þeim er miskunnarlaust nauðgað. Reyndar er bókin full af groddalegu ofbeldi af ýmsu tagi svo vel mætti leggja í greiningu út frá kenningum um grótesku og karnival. Auk hinnar ófríðu dóttur, sem áður var getið, eignast Ayu þrjár gullfal- legar dætur með kúnnum sem ekki eru til umræðu í bókinni enda erfitt að henda reiður á faðerninu við aðstæður sem þessar; það er feðraveldið sjálft sem verður að gangast við þeim. Dæturnar gjalda fyrir fegurð sína með því að þær lenda allar í klónum á áhrifamönnum sem eru í gíslingu kynhvatarinnar og valda þeim bæði sorg og sársauka áður en yfir lýkur. Ein giftist herfor- ingja sem gerði uppreisn gegn japönsku innrásarmönnunum (Shodanco), önnur glæpamanni með goðsagnakenndan bakgrunn (Maman Gendeng; hann er sagður hafa verið sterkasti drengur jarðar þegar hann var fimm ára), sú þriðja kommúnistaleiðtoga og fyrrum kvennabósa (Kliwon sem missir unnustuna til Shodanco og lætur umbjóðendur sína brenna skip hans í verkalýðsbaráttu). Þeir eru fulltrúar hins hrottafengna og spillta valdakerfis borgarinnar og hafa mikil áhrif á líf borgarbúa. Þannig má lesa sögu Indó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.