Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 56
56 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Einsog venjulega þurfti ég að fara erfiðu leiðina. Fyrst þurfti ég að sökkva niður í þunglyndi og síðan sökk ég þangað í streitu. Ég geng út frá því að maður megi segjast „sökkva niður í þunglyndi“. Maður getur sokkið niður í streitu, en ekki í flensu eða sykursýki eða fótbrot, þess vegna. Maður fer niður með ruslið og maður fer niður með óhreina tauið og mörg okkar sökkva niður í streitu. Mamma mín sökk ekki niður í krabbamein, mamma mín fékk krabbamein. Brjóstakrabbamein. Hún fékk að vita það sama dag og bókin mín kom út en beið með að segja mér það þar til daginn eftir, þegar hún heimtaði að fá að koma í heimsókn. Ég lá í rúminu með timburmenn. Hún settist á stól við rúmið. Í kringum hana á gólfinu stóðu blómvendir og flöskur með víni og kampavíni. Þótt hún rembdist við að virðast yfirveguð hef ég aldrei séð mömmu jafn hrædda og þennan dag. Ég man ekki hvað hún sagði. Ég man bara látbragðið. Hræðsluna í augum hennar. Fölvann. Röddina sem mælti rykkjótt. Fyrst missti ég málið, í sjokki yfir því sem ég hafði heyrt. Henni hefur sjálfsagt fundist sem ég gæti ekki innbyrt það sem hún hafði sagt og það gat ég heldur ekki. Þarna lá ég timbruð daginn eftir að bókin mín kom út og barðist við tilfinningar sem höfðu ekki náð að setjast. Það var fyrst mörgum vikum seinna þegar ég heimsótti hana á spítalann að ég fattaði að hún var með krabbamein. *** Í dag er blómabeðið fallegra en nokkru sinni fyrr. Ég stend og dáist að því við hliðina á gömlum hjónum og manni með barnavagn. Snæklukkurnar virðast óánægðar, þar sem þær standa þarna og drúpa höfði milli krókusanna, hverra brumhnappar eru opnir, einsog við höfum opnað okkur hvor fyrir annarri eða opnuðum okkur hvor fyrir annarri, því það er einmitt hreyfingin sem hefur staðnæmst. Hreyfingin sem hefur staðnæmst er sú hreyfing sem ég vildi helst af öllu gefa mig á vald, því hvað er dásamlegra en að opna sig fyrir annarri manneskju, og að önnur manneskja opni sig fyrir manni, að blómstra hægt í blómabeði. *** Mér finnst einsog það sé langt síðan við töluðum saman. *** Ég trúi hvorki lengur á þögn né mál, því ég veit hvað það kostar að þegja og ég veit hvað það kostar að mæla. Ef ég hefði ekki skrifað HÚN ER REIÐ hefði ég ekki getað flutt aftur til Danmerkur. Þegar ég byrjaði að skrifa bókina var ekki einu sinni til neitt ættleiðingarkrítískt samfélag hér heima. Þegar ég opnaði munninn til þess að segja eitthvað krítískt um alþjóðlegar ætt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.