Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 87
J a n e A u s t e n : Æ v i , á s t i r o g f r a m h a l d s l í f TMM 2017 · 3 87 úr bókmenntalífinu sagði: „Ég myndi gjarnan vilja vita hver höfundurinn er því hún er alltof snjöll til þess að hafa verið skrifuð af konu.“9 Mansfield Park kom út 1814 og seldist einnig upp og fékk góðar viðtökur, en söluhagnaður Jane af þeirri bók varð 350 pund. Í janúar 1814 hóf Jane Austen að skrifa Emmu og sagði fjölskyldu sinni að í þessari skáldsögu væri að finna „kvenhetju sem engum nema mér sjálfri mun líka sérstaklega vel við.“10 Austen var ekki sátt við að Egerton vildi ekki prenta fleiri eintök af Mansfield Park og því var fundinn annar útgefandi fyrir Emmu og var það hinn þekkti útgefandi John Murray, sem var m.a. frægur fyrir að vera útgefandi Byrons lávarðar. Fræg eru orð Jane Austen um Murray í bréfi: „hann er að sjálfsögðu þrjótur, en hann er kurteis þrjótur.“11 Á þessum tíma var orðið erfitt að halda nafni Austen leyndu og margir vissu hver hún var. Haustið 1815 frétti Austen að krónprinsinn, George Augustus Frederick, sem stjórnaði landinu í veikindum föður síns George III, væri hrifinn af verkum hennar og var henni boðið að hitta herra Clarke, bókasafnsvörð prinsins í Carlton húsi, þar sem krónprinsinn hafði aðsetur. Meðan á heimsókninni stóð tilkynnti herra Clarke Austen að henni væri frjálst að tileinka prinsinum næstu skáldsögu sína sem hún og gerði. Sú skáldsaga var Emma sem kom út 1816 prentuð í 2000 eintökum og var einnig nafnlaus.12 Um þetta leyti var Austen komin langt með handritið af því sem reyndist verða hennar síðasta skáldsaga, Persuasion. Snemma árs 1816 byrjaði Austen að finna fyrir kvilla sem fór versnandi. Læknar vissu ekki hvað amaði að henni og sérfræðingar eru enn ekki á eitt sáttir um hvað dró hana til dauða. Sumir telja þó að hún hafi þjáðst af nýrna- hettu-sjúkdóminum Addison, sem er mjög sjaldgæfur, á meðan aðrir segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.